Trump: Það verður að stöðva Úkraínustríðið

Donald Trump hefur persónulega lýst því yfir við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, að stríðinu gegn Rússlandi verði að ljúka.

Í viðtali við Fox News segir Donald Trump að stríðinu í Úkraínu verði að ljúka. Hann útskýrði það sjálfur fyrir Volodomyr Zelensky, forseta Úkraínu. Að sögn Trump stendur Úkraína frammi fyrir miklu stærri „stríðsvél“ Rússlands. Trump sagði:

„Zelensky forseti hringdi í mig. Við áttum gott spjall. Ég sagði að við yrðum að binda enda á þetta stríð. Þetta er stríðsvél. Þið hafið stríðsvél á móti ykkur. Þeir kunna þetta. Þeir sigruðu Hitler. Þeir sigruðu Napóleon.”

„Ég sagði að stríðinu yrði að ljúka. Þetta er mikið rugl. Hefði aldrei átt að gerast. Biden hefði aldrei átt að leyfa þessu að gerast.”

Enn fremur bendir Donald Trump á, að stríðið hafi ekki orðið að veruleika á þeim fjórum árum sem hann var forseti Bandaríkjanna og hefði aldrei átt sér stað, ef hann hefði fengið að halda áfram sem forseti. Trump útskýrði nánar:

„Allt sem Biden hefur sagt er öfugt við það sem hann átti að segja. Vladimir Pútín fór einnig inn í Úkraínu eftir að hann sá óreiðuna í brottflutningi Bandaríkjanna frá Afganistan. Hann sagði að þetta fólk væri óhæft og við erum það. Við höfum vanhæfa leiðtoga.”

Viðtalið má sjá á myndskeiðinu hér að neðan:

Fara efst á síðu