Trump tekur Bandaríkin út úr Alþjóða heilbrigðismálastofnunni á fyrsta degi

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur sætt harðri gagnrýni undanfarin ár vegna tilrauna til að auka eigið vald yfir einstökum aðildarríkjum með heimsfaraldurssáttmála og breytingum á alþjóðlegum heilbrigðislögum. Markmiðið fyrir WHO er að fá alræðisvald yfir aðildarríkjunum og sjálft ákveða þvingandi viðbrögð við það sem þau skilgreina sem „heimsfaraldur.“

Nokkur lönd eins og Slóvakía og Nýja Sjáland hafa hafnað þessum áætlunum WHO. Í Svíþjóð komu yfir 1.000 manns saman í mótmælum í Stokkhólmi til að krefjast úrsagnar Svíþjóðar úr WHO.

Financial Times, FT, greinir frá því, að Donald Trump Bandaríkjaforseti og fyrirhuguð stjórn hans muni hætta þátttöku Bandaríkjanna í Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni.

Sérfræðingar sem ræddu við FT segja að Trump-stjórnin vilji hætta aðild að WHO á fyrsta degi eftir að Trump sver embættiseiðinn þann 20. janúar. Það yrði gríðarlegt áfall fyrir stofnunina þar sem 16% fjármögnun hennar kemur frá Bandaríkjunum. Lawrence Gostin, prófessor í alþjóðlegri heilsu við Georgetown Law, segir við FT að Bandaríkin muni skilja eftir mikið gat í fjármögnun WHO:

„Ég sé engan sem mun fylla þetta gat.“

Fara efst á síðu