Trump segir opnunarhátíð Ólympíuleikanna vera til skammar

Mikill fjöldi stjórnmálamanna og álitsgjafa frá hægri til vinstri hefur gagnrýnt opnun Ólympíuleikanna fyrir að hæðast að kristnum mönnum. Donald Trump tekur undir gagnrýnina. Joe Biden og Kamala Harris þegja þunnu hljóði.

Opnun Ólympíuleikanna hefur hlotið mikla gagnrýni úr öllum áttum. Þjóðólfur hefur áður fjallað um opnunarhátíðina sem einkenndist af andkristnum sjónarmiðum.

    Skopstæling á síðustu kvöldmáltíð Leonardo da Vinci í formi yfirvigtarkonu og dragdrottningum í stað Jesú og lærisveina hans hefur vakið mikla gagnrýni. Skipuleggjendur Ólympíuleikanna hafa séð sig knúna til að biðjast afsökunar á því.

    Trump sparar ekki orðin

    Að sögn Fox News, þá gagnrýnir Trump athöfnina harðlega. Trump segir:

    „Mér þykir þetta vera alger hneisa. Þetta er til skammar.“

    Mike Johnson, þingforseti Bandaríkjaþings lýsti svipuðum viðhorfum á X:

    „Háðið að síðustu kvöldmáltíðinni var átakanlegt og móðgandi við kristna menn um allan heim sem horfðu á opnunarathöfn Ólympíuleikanna.“

    Biden gagnrýndur fyrir að þegja

    Joe Biden forseti og forsetaframbjóðandinn Kamala Harris eru einnig gagnrýnd fyrir að þegja þunnu hljóði yfir aðförinni gegn kristnum mönnum. Sérstaklega á það við Biden sem segist vera kaþólskur.

    Brian Burch sem er leiðtogi stórs trúfélags segir í viðtali við Fox News:

    „Við skorum á Biden forseta að fordæma hið skammarlega háð um kvöldmáltíð Drottins sem átti sér stað við setningu Ólympíuleikanna. Leiðtogar okkar, sérstaklega þeir sem segjast vera kaþólskir, ættu ekki að vera í neinum vandræðum með að taka afstöðu gegn slíkum hatursfullum árásum á kristindóminn.“

    Fara efst á síðu