Steve Bannon fv. ráðgjafi Trumps.
Donald Trump mun binda enda á „hálfgerða þráhyggju“ Nató að setjast upp að rússnesku landsvæði, segir Steve Bannon samkvæmt Corriere della Sera.
Bannon segir í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera að Trump vilji koma á friði í Úkraínu.
Að sögn Bannon mun Trump segjast vilja frið í Úkraínu. Bannon sagði:
„Það er ljóst að hann vill binda enda á þessa hálfgerðu þráhyggju með að vera að troða Nató nánast inn á rússneskt landsvæði.“
Samkvæmt Steve Bannon vill MAGA hreyfing Trumps „Make America Great Again“ algjörlega skera niður fjárframlög til Úkraínu.
Bannon starfaði sem yfirmaður Hvíta hússins frá 20. janúar til 18. ágúst, 2017. Hann var nýlega látinn laus eftir fjögurra mánaða fangelsi fyrir að sýna þinginu „fyrirlitningu.“