Trump mun jarða græna svindlið

Það fyrsta sem Donald Trump mun gera þegar hann verður forseti Bandaríkjanna aftur er að auka bandaríska orkuframleiðslu og lækka þannig „allt“ verð. Trump greindi frá þessi í kosningaræðu nýlega fyrir forsetakosningarnar (sjá YouTube að neðan).

Hver verður stefna Donalds Trumps í orkumálum? Hann mun einbeita sér að innlendri orkuframleiðslu til að þrýsta verðlaginu niður. Trump sagði:

„Á fyrsta degi munum við ljúka stríði Kamala gegn bandarískri orku og við munum bora. Við munum bora, elskan mín. Það mun lækka verðlagið almennt, vegna þess að orkan hleypti verðlaginu upp sem skapaði verðbólgu og eyðilagði líf margra Bandaríkjamanna.”

Græna svindlið er skammarlegt

Samkvæmt Trump hafa Bandaríkin meiri olíu neðanjarðar en nokkurt annað land, jafnvel meira en Sádi-Arabía og Rússland. Trump sagði áfram:

„Við munum binda enda á nýja græna svindlið sem gengur undir nafninu „The Green New Deal.” Þetta eru svik.”

Trump vill lækka skuldir Bandaríkjanna:

„Við eyddum tæpum 10 billjónum dollara í vitleysu. Í algjöra vitleysu. Hvers vegna eltum við þessi lönd sem hafa reynt og mistekist? Af hverju gerum við það?”

Fuglakirkjugarðar kringum vindorkuverin

Af hverju búum við ekki til stór orkuver, stóra orkugjafa í stað þess að leika við vindinn sem eyðileggur allt, drepur alla fugla, eyðileggur akrana, alla þessa dásamlegu akra. Það er vindorka alls staðar. Líttu á jörðina kringum vindorkuverið og þú munt sjá fuglakirkjugarð. Þúsundir dauðra fugla…Græna svindlið er skammarlegt.”

Fara efst á síðu