Donald Trump mætti galvaskur í tæplega þriggja klukkustunda viðtal í vinsælasta hlaðvarpi heims með Joe Rogan „The Joe Rogan Experience.“ Viðtalið fór fram í gær og var sett út í nótt. Joe Rogan bauð einnig Kamala Harris sem hefur tilkynnt að hún muni ekki koma í viðtal til hans nokkrum sólarhringum eftir viðtal hjá CNN sem margir lýsa sem algjörri hörmung.
Tíu milljónir manns sáu viðtalið á fyrstu ellefu tímunum. Hversu margir sem endanlega sjá viðtalið er ekki ljóst en kannski slær þetta út fyrra met Rogans með 61 milljón áhorf, þegar hann ræddi um geimverur og fljúgandi furðuhluti við Bob Lazar. Samtals hefur Joe Rogan haft yfir þrjá milljarða áhorf á þætti sína.
Trump og Rogan voru sammála um að vinstrimenn séu stærsta ógnin við málfrelsið í Bandaríkjunum. Rogan sagði að „kerfisgagnrýnendur“ væru núna meðal repúblikana.
Joe Rogan sagði:
„Uppreisnarsinnar eru repúblikanar núna. Viltu vera pönk rokk? Viltu fara á móti kerfinu? Þá ertu íhaldssamur núna. Frjálslyndir reyna að þagga niður gagnrýnisraddir. Þeir vilja fá ritskoðun. Þeir tala um að setja lög til að hefta málfrelsið. Það er ótrúlegt að sjá það.“
Donald Trump svaraði:
„Þeir ofsækja pólitíska andstæðinga sína. Þeir gera það sem bara er gert í löndum þriðja heims. Þeir ofsækja stjórnmálaandstæðinga sína. Ég hefði getað sett hina spilltu Hillary í fangelsi.“
Rogan sakaði frjálslynt vinstri fólk um hræsni:
„Ekki nóg með það, heldur notfæra þeir sér það og segja að þetta sé það sem þú munir gera þegar þú kemst til valda en hunsa það sem þeir eru sjálfir að gera núna. Það er ótrúlegt.“
Viðtalið tók þrjár klukkustundir og olli því að Trump kom of seint á kosningafund í Michigan. Hér að neðan eru nokkrir bútar um einstök málefni úr þættinum og neðst má hlýða á allan þáttinn: