Fyrirtæki innan ESB tekin í græna gíslingu

Innleiðing nýrra CBAM loftslagsreglna Evrópusambandsins hófst þegar í fyrrahaust og mun fljótlega valda miklum vandræðum hjá fyrirtækjum ekki síst sænskum. Þessar íþyngjandi reglur munu enn frekar draga úr samkeppnishæfni ESB-ríkjanna og kæfa einkaframtak og frumkvæði einstaklingsins. Leiðin til að forðast þessa dauðahönd yfir viðskiptalífinu er að segja sig úr Evrópusambandinu.

CBAM stendur fyrir „Carbon Border Adjustment Mechanism“ og tók gildi haustið 2023. Verið er að herða tilkynningarskyldu fyrirtækja aðildarríkjunum og frá og með 2026 verður viðurlögum beitt. Tollurinn fær einnig vald til að stöðva sendingar fyrirtækja sem ekki fylgja reglunum.

Loftslagsreglurnar voru settar til að mæta „auknum kostnaði við kolefnislosun“ sem myndast þegar dregið er úr ókeypis úthlutun losunarréttinda. Þetta hefur laskað samkeppnisstöðu ESB-ríkja gagnvart umheiminum.

Fyrirtækin skylduð að reikna út losun á innfluttum vörum og greiða losunargjöld til ESB

Reglurnar eru sagðar eiga að „jafna aðstöðu Evrópuríkja og annarra landa.“ Fyrirtæki innan ESB sem vilja flytja inn ákveðnar vörur þurfa að greiða sama losunargjald og þau hefðu þurft að greiða til að framleiða sömu vörur innan ESB. Innleiða á kerfið í áföngum á tíu árum með vaxandi gjöldum á fyrirtækin fram til ársins 2035, þegar „úthlutun ókeypis losunarheimilda“ verður afnumin.

Henrik Isaksson hjá samtökum sænska atvinnulífsins segir að loftslagsreglurnar skapi margvíslegar nýjar áskoranir. Umfram allt er það erfiðleikum bundið hvernig reikna eigi út hversu mikla losun ákveðin tegund framleiðslu veldur, þar sem enn eru ekki til neinir staðlar eða aðferðir til þess. Reglurnar munu því slá miskunnarlaust gegn tugþúsundum sænskra fyrirtækja.

Frá áramótum þurfa fyrirtækin að tilkynna sænsku umhverfisverndarstofnuninni hversu mikil losun fylgir innfluttum vörum þeirra. Árið 2025 verður „aðlögunarár“ og loftslagsyfirvöld leggja á dráttargjöld og aðrar sektir frá ársbyrjun 2026.

Isaksson telur að loftslagsreglurnar hafi í för með sér minnkandi viðskipti fyrir fyrirtækin bæði vegna CBAM-gjalda og fjölgun starfsmanna til þess að vinna við útreikninga og skýrslugerð til loftslagsyfirvalda. Fyrirtækin munu neyðast til að velta kostnaðinum út í vöruverðið og samkeppnishæfnin versna enn frekar. Reglurnar munu því ganga gegn upprunalegum tilgangi sínum.

Lausnin: Segja sig úr ESB

Ekki er hægt að líta á nýju CBAM-reglurnar sem neitt annað en fjárkúgun Evrópusambandsins til að eyðileggja viðskiptalíf aðildarríkjanna. Lítil og meðalstór fyrirtæki munu ekki hafa efni á þeim breytingum sem loftslagsreglurnar krefjast og munu slást út. Stærstu fyrirtækin og atvinnugreinarnar losna þar með við alla „óvelkomna“ samkeppni. Frjáls samkeppni tilheyrir sögunni og ríkisbúskapur framkvæmdastjórnar ESB allsráðandi.

Vaxandi hreyfing fyrir endurheimtingu fullveldis aðildarríkjanna má merkja meðal annars á ESB-þinginu, þar sem ættjarðarvinir innan ESB hafa myndað alvöru stjórnarandstöðu í fyrsta sinn innan ESB. Munurinn á þessari stjórnarandstöðu og framkvæmdastjórn ESB er að þjóðarleiðtogar stjórnarandstöðunnar eru lýðræðislega kjörnir embættismenn þjóða sinna en embættismenn framkvæmdastjórnar ESB hafa enga lýðræðislega kosningu. Akillesarhæll stjórnarandstöðunnar er að ESB-þingið hefur ekkert lagavald heldur er ráðgefandi aðili til framkvæmdastjórnarinnar. Allt skipulag Evrópusambandsins er því mikið sjónarspil og í raun leikrit til að blekkja íbúa sambandsins.

Eina leiðin fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og almenning aðildarríkjanna er því að mynda lýðræðisfylkingu í Brexit stíl og segja sig úr sambandinu áður en ESB tekst að eyðileggja atvinnulífið. Við höfum séð upphaf slíkrar hreyfinga í uppreisn bænda sem farið hafa sérstaklega til Brussel til að sprauta kúamykju á hallir ESB-hirðarinnar þar. Þar til má beita borgaralegri óhlýðni og neita að borga sektir eða tilkynna losun sem ekki er hægt að reikna hvort sem er. Tollurinn mun þá springa vegna stöðvunar allra vara og hvað gerir ESB þá?

Nokkrar staðreyndir um CBAM

Nýjar loftslagsreglur ESB eru hluti af „græna samningnum“ sem er harðlega gagnrýndur.

  • Tilgangur CBAM loftslagsreglna er að vinna gegn koltvísýringslosun.
  • Kolefnislosun gerist þegar fyrirtæki flytja starfsemi sína frá ESB til annarra landa til að forðast strangar loftslagskröfur eða þegar innflutningur frá slíkum löndum kemur í stað samsvarandi varnings sem framleiddar eru með minni losun innan ESB.
  • CBAM skyldar innflytjendur sem flytja inn kolefnisfrekar vörur frá löndum utan ESB að kaupa losunarheimildir fyrir losun innflutta varningsins
  • Verð slíkra skírteina miðast við verð á losunarheimildum innan viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir (EU ETS).

Fara efst á síðu