Trump fyrirskipar stærstu fjöldabrottvísun sögunnar

Donald Trump skrifar í færslu á Truth Social að hann hafi fyrirskipað stærstu fjöldabrottvísun ólöglegra innflytjenda í sögunni.

Trump skrifar:

„Útlendingalögreglan ICE hefur sýnt ótrúlegan styrk, ákveðni og hugrekki við þetta mjög svo mikilvæga verkefni sem er stærsta fjöldabrottvísun ólöglegra innflytjenda í sögunni.“

Lögreglan hjá ICE verður fyrir ofbeldi, áreitni og hótunum en ekkert mun stöðva þá, útskýrir Trump enn fremur í færslu sinni.

Trump fyrirskipar síðan ICE að „gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ná því mikilvæga markmiði að framkvæma stærstu fjöldabrottvísunaráætlun sögunnar.“

„Til að ná árangri, þá verðum við að auka viðleitni til að handtaka og vísa ólöglegum innflytjendum úr landi í stærstu borgum Bandaríkjanna, eins og Los Angeles, Chicago og New York, þar sem milljónir ólöglegra innflytjenda búa.“

Meðal annars heldur Trump því einnig fram, að Demókratar noti ólöglega innflytjendur til að svindla á kosningum og stækka velferðarríkið.

Fara efst á síðu