Trump fagnað sem hetju á Madison Square Garden í gær

Trump forseti gekk inn í Madison Square Garden í New York í gær í fyrsta skiptið eftir sögulegan sigur í kosningunum þann 5. nóvember. Mannfjöldinn ærðist í fagnaðarlátum og hávaðinn var svo mikill að fréttaskýrendur þurftu að hrópa til að eitthvað heyrðist í þeim. Einn fréttaskýrandinn sagði: „Það eru alltaf fagnaðarlæti, þegar hann kemur inn, en núna eftir að hann hefur unnið og verður forseti aftur, Guð minn góður.”

Donald yngri. Eric Trump, Elon Musk, Vivek Ramaswamy, Robert Kennedy yngri, Tulsi Gabbard, Joe Rogan, Kid Rock og fleiri samstarfsmenn forsetans sáust á leikunum með Trump og stemmingin var á toppi eins og sjá má og heyra á myndskeiðum hér að neðan. Allir risu úr sætum sínum til að fagna hinum nýkjörna forseta Bandaríkjanna.

Donald yngri, Eric Trump, Elon Musk, Vivek Ramaswamy, Robert Kennedy yngri, Tulsi Gabbard, Joe Rogan, Kid Rock og fleiri voru með forsetanum á leik gærdagsins.

Fjöldinn fagnaði endurkomu Trumps í Hvíta húsið með því að hrópa USA, USA, USA!

Bardagakappinn Jim Miller beindi einnig máli sínu til Elon Musks og hópsins sem fer fyrir niðurskurði ríkisbáknsins í ræðu sinni eftir sigurinn og bað um réttlæti fyrir íkornann „Peanut the Squirrel” sem embættismenn New York fylkis rændu og drápu mörgum til mikils ama.

Fara efst á síðu