Trump býr án þess að borga leigu í hausnum á Robert De Niró

Vesalings Robert De Niró. Hann þjáist af háskalegu Trump heilkenni sem virðist aukast með hverjum deginum. Hann var nýlega í panelumræðu að ræða nýjustu kvikmynd Francis Ford Coppola „Megalopolis” en gat ekki rætt myndina án þess að nefna hinn hræðilega Trump og komandi kosningar.

Breitbart News greinir frá því, að þegar hinn goðsagnakenndi kvikmyndaleikstjóri Francis Ford Coppola var með í pallborðsviðræðum um nýjustu kvikmynd sína, Megalopolis, þá fór leikarinn Robert De Niro út af sporinu og ræddi forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í staðinn.

Megalopolis fjallar um fall rómverska ríkisins en færð í nútímabúnað með Bandaríkin í staðinn. Pallborðið var hluti kvikmyndahátíðar í New York og Coppola ræddi þemað í mynd sinni um borgir sem falla og eru endurbyggðar og De Niro notaði umræðuna sem afsökun til að kasta sér beint inn í kosningarnar 2024.

Francis Ford Coppola reyndi að láta umræðuna snúast um kvikmyndina en Robert De Niro virti ekki umræðuefnið og sagði m.a.:

„Ég hef áhyggjur. Ég sé hlutina í kvikmynd Francis um hliðstæður og svo framvegis. Fyrir mér er þetta ekki búið fyrr en það er búið og við verðum að fara í það af öllum krafti að sigra repúblikana – þessir repúblikanar, þeir eru ekki einu sinni alvöru repúblikanar. Sigra Trump. Svo einfalt er það. Við getum ekki látið þennan mann stjórna þessu landi.”

De Niro er með athugasemdir sínar á 27. mínútu:

Trump verður að „eilífu” í Hvíta húsinu

Trump heilkennið kom einnig skýrt í ljós í vor, þegar De Niro mætti fyrir utan dómsstól í New York, þar sem Donald Trump mætti til yfirheyrslu í einu af fjölmörgum sviðsettum málaferlum demókrata gegn sér. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan, þá óttast De Niro, að Trump muni sitja í Hvíta húsinu „að eilífu” nái hann kosningu þann 5. nóvember næst komandi.

Fara efst á síðu