Matvælastofnun Svíþjóðar hefur sent frá sér tilkynningu um breytingu á matarvenjum Svía. Í tilkynningu frá stofnuninni segir, að „hámark kjötneysla verði að takmarka við 350g á mann á viku.” Annars fær viðkomandi ristilkrabbamein! Gríðarleg gagnrýni er á þessa „leiðbeiningu” og margir telja að aðrar ástæður ríki að baki áróðri yfirvalda um minni kjötneyslu en umhyggja fyrir heilsu Svía.
Fyrir þá sem elska safaríka steik og finnst gott að grilla er bara að fleygja leiðbeiningu sænskra yfirvalda í ruslafötuna og halda áfram að borða næringarríkt kjöt eins og venjulega. Svíar eiga einungis að snæða 350 grömm af kjöti á viku sem er minnkun á kjötskammtinum um 150 grömm, var áður 500 grömm. Um er að ræða kjöt af ferfættum dýrum: nautakjöt, svínakjöt, lambakjöt, hreindýrakjöt og elgkjöt.
Sænska matvælastofnunin reynir að hræða fólk frá kjötáti með hótunum um krabbamein. Rannsóknir liggja ekki sannanlega fyrir um að rautt kjöt valdi krabbameini, ýmsar rannsóknir draga þvert á móti í efa að neitt slíkt samband sé til staðar. Aftonbladet segir frá niðurstöðum 14 vísindamanna í sjö löndum sem gerðu 73 sérstakar rannsóknir á sambandi kjöts og krabbameins og birtu niðurstöður í Annals of Internal Medicine. Líkur á að fá hjartasjúkdóma eða krabbamein við kjötneyslu voru hverfandi litlar.
Matvælastofnunin segir einnig að loftslagsmálin séu ástæða fyrir því að borða minna af kjöti. Að auki er kjötneyslan kyntengd, því karlmenn borða yfirleitt meira kjöt en konur. Þannig að mögulega gætu femínsk sjónarmið tengst málinu.
Amir Sariaslan, vísindamaður hjá Karólínsku stofnuninni í Stokkhólmi gagnrýnir Matvælastofnun Svíþjóðar. Hann skrifar á X:
„Ég borða 350 grömm af rauðu kjöti í hverri máltíð. Tvisvar á dag. Eftir því sem ég best veit, þá er ekkert sem staðfestir orsakasamhengi milli neyslu á rauðu kjöti og krabbameins.”