Meginmiðlar eru ekkert duglegir að greina frá fjöldamótmælum í Evrópu gegn hömlulausri innflytjendastefnu yfirvalda. Þjóðólfur greindi frá mótmælagöngu hundruð þúsunda Breta í London s.l. laugardag. Núna greinir Þjóðólfur frá mótmælum í höfuðborg Madrid á föstudagskvöld í fyrri viku.
Þúsundir Spánverja lýstu andstöðu við áframhaldandi fjöldainnflutningi til landsins í mótmælagöngu í Madrid á föstudagskvöld.
ECD Confidencial greindi frá því að ýmsir hópar sem gagnrýna innflytjendastefnuna unnu saman að mótmælagöngunni og á auglýsingaspjöldum fyrir mótmælin var mynd af flugvél með texta um remigracion sem má túlka sem kröfu um að ólöglegir innflytjendur verði tafarlaust sendir úr landi.
Auglýsingaspjald mótmælanna. Mynd: X/ @JFalange
Róttækir skipuleggjendur
Sjá má á myndböndum sem dreift var meðal annars á X (sjá að neðan), að þátttakan skiptir þúsundum. Troðfullar götur sjást á myndböndunum.
Samtök ungra Falangista á Spáni voru aðilar að mótmælunum. Þau er hluti samtaka sem halda uppi falangisma, sem er hugmyndafræði tengd fasisma og ríkti í valdatíð Francisco Franco á árunum 1939-1975. Spænski fáninn og fáni falangista samtakanna voru bornir í göngunni.
Mótmæla frekari fjöldainnflutningi
Mótmælin koma nokkrum vikum eftir að Pedro Sanchez, forsætisráðherra sósíalista landsins, sagði opinberlega að hann (sem einn af fáum leiðtogum innan ESB) vilji opna landamærin fyrir enn þá fleiri innflytjendum, þrátt fyrir að honum sé kunnugt um andstöðu almennings.
Mótmælagangan á föstudag sýnir tilveru harðrar og róttækrar andspyrna sem búast má við að eigi eftir að vaxa, þar sem hún samanstendur mest af ungu fólki í dag.
Hér að neðan eru nokkur myndskeið frá mótmælunum: