Fólkið átti þess kost að fá föðurlandssinnaðan forseta en valdhafarnir stöðvuðu kosningarnar. Á föstudag komu þúsundir manns saman til að mótmæla valdníðslu yfirvalda í Rúmeníu. Mikil reiði ríkir meðal almennings.
Călin Georgescu varð efstur frambjóðenda í fyrstu umferð forsetakosninganna í Rúmeníu. Hann var ásakaður um kosningasvik af yfirvöldum vegna þess að skoðanakannanir fyrir kosningar gáfu aðra mynd og hann hafði einnig rekið árangursríka kosningaherferð á TikTok. Eftir það ógilti stjórnlagadómstóll Rúmeníu kosningaúrslitin. Þarf að taka það fram að Georgescu er fullveldissinni sem ann þjóðinni og berst gegn glóbaliztum?
Georgescu hvatti stuðningsmenn til að sýna afstöðu sína og ber saman við Frakkland, þegar fyrrverandi forseti Nicolas Sarkozy var ákærður fyrir spillingu. Ef það getur gerst í Frakklandi getur það líka gerst í Rúmeníu, sjá X að neðan:
🇷🇴 Călin Georgescu announces a massive protest on January 10 in front of the Constitutional Court of Romania, the court which cancelled the elections:
— Daily Romania (@daily_romania) January 7, 2025
Raise your flags, raise your heads and raise your hearts.
We are the people, with God forward. pic.twitter.com/BCEdlt1gse
Georgescu er sagður hafa farið til Þýskalands, þaðan sem hann sendi kveðju um að hann muni taka málið til „æðstu dómstóla Evrópu." Túlka ýmsir það sem að hann muni kæra ógildingu kosninganna í Rúmeníu til Evrópudómsstólsins.
Marea Unire Juridică a devenit Mare Horă Românească! Din măreața horă a conștiinței noastre nu cade nimeni, ne ținem strâns legați cu toții prin același ideal - LIBERTATEA!
— Călin Georgescu OFFICIAL ACCOUNT (@CG_Romania) January 10, 2025
The Great Legal Union has become the Great Romanian Hora dance! No one falls from the majestic dance of… pic.twitter.com/7pxh7o80N9