Þúsundir Rúmena mótmæla spillingu dómsstólsins

Fólkið átti þess kost að fá föðurlandssinnaðan forseta en valdhafarnir stöðvuðu kosningarnar. Á föstudag komu þúsundir manns saman til að mótmæla valdníðslu yfirvalda í Rúmeníu. Mikil reiði ríkir meðal almennings.

Călin Georgescu varð efstur frambjóðenda í fyrstu umferð forsetakosninganna í Rúmeníu. Hann var ásakaður um kosningasvik af yfirvöldum vegna þess að skoðanakannanir fyrir kosningar gáfu aðra mynd og hann hafði einnig rekið árangursríka kosningaherferð á TikTok. Eftir það ógilti stjórnlagadómstóll Rúmeníu kosningaúrslitin. Þarf að taka það fram að Georgescu er fullveldissinni sem ann þjóðinni og berst gegn glóbaliztum?

Georgescu hvatti stuðningsmenn til að sýna afstöðu sína og ber saman við Frakkland, þegar fyrrverandi forseti Nicolas Sarkozy var ákærður fyrir spillingu. Ef það getur gerst í Frakklandi getur það líka gerst í Rúmeníu, sjá X að neðan:

Georgescu er sagður hafa farið til Þýskalands, þaðan sem hann sendi kveðju um að hann muni taka málið til „æðstu dómstóla Evrópu." Túlka ýmsir það sem að hann muni kæra ógildingu kosninganna í Rúmeníu til Evrópudómsstólsins.

Fara efst á síðu
Á föstudagsmorgun komu þúsundir manns saman í höfuðborginni Búkarest til að mótmæla fyrir utan dómstólinn. Samkvæmt Daily Romania voru um 20.000 manns saman komin. Myndskeið frá mótmælunum sýna fullar götur af fólki sem heldur á þrílita þjóðarfána Rúmeníu. Mannfjöldinn hrópaði slagorð gegn dómstólnum og valdaelítunni. Mikil andspyrna er meðal almennings sem sættir sig ekki við að frelsi þeirra og réttindi séu tekin af þeim.

🇷🇴 More than 20,000 people now at the pro-Georgescu protest in Bucharest after the corrupt establishment canceled the elections

Fuck the EU, Soros, Ursula von der Leyen and everyone else who wants to keep us a vassal state pic.twitter.com/BIRz5gQwqE

— Daily Romania (@daily_romania) January 10, 2025