Þúsundir krefjast bóta vegna bóluefnaskaða í Bretlandi

Þúsundir manna í Bretlandi hafa sótt um fjárhagslegar skaðabætur vegna meintra áverka eftir „Covid-bóluefnið“ að sögn The Telegraph. Fáir hafa fengið útborgun.

Tæplega 14.000 manns hafa sótt um bætur frá breskum stjórnvöldum vegna meintra áverka af völdum svo kallaðra Covid-bóluefna.

Samkvæmt The Telegraph hafa útborganir þegar hafist meðal annars fyrir heilablóðfall, hjartaáfall og hættulegan blóðtappa. 97% samþykktra skaðabótagreiðslna eru sögð vera vegna bóluefna frá AstraZeneca en einungis örfáar vegna bóluefna Pfizer eða Moderna skrifar The Telegraph.

Erfitt getur verið að sanna, að það sé „bóluefnið“ sem olli meiðslunum. Þúsundum krafna hefur verið synjað um bætur og hundruðum annarra hefur verið synjað um peninga vegna þess að þær eru ekki taldar valda „nægjanlegri örorku“ að sögn The Telegraph.

Hingað til hefur ríkið einungis greitt út eingreiðslu upp á 120.000 pund í 175 málum, sem er innan við tvö prósent umsókna.

Skaðabótum fyrir bóluefnaskaða „Vaccine Damage Payment Scheme (VDPS)“ var komið á árið 1979. Síðan þá hafa 16.000 umsóknir borist, langflestar þeirra snúast um Covid-ssprautur sem hið opinbera heldur enn fram, að séu „almennt séð örugg.”

Fara efst á síðu