Þrír myrtir og fimm alvarlega særðir í hnífaárás í Þýskalandi

Fjöldi manns tók þátt í hátíðarhöldum til að halda upp á 650 ára afmæli Solingen bæjar með 160 þúsund íbúum í Þýskalandi. Skyndilega hóf árásarmaður hnífaárás á fólk um 21:45 að staðartíma, föstudagskvöld. Hátíðarhöldin hófust á föstudag og áttu að standa yfir til sunnudags en hefur núna verið aflýst.

Sky News greinir frá því, að þrír séu látnir og fimm alvarlega særðir í hnífaárás á þýskri hátíð, að sögn lögreglu. Ódæðismaðurinn flúði af vettvangi og er enn laus. Lögreglan telur, að einn árásarmaður hefði framið hnífstungurnar.

Einn ódæðismaður á ferð

Greint er frá því, að vegfarendur hafi verið stungnir af handahófi á markaðstorgi þar sem hljómsveitir fluttu tónlist í borginni Solingen í vesturhluta landsins um klukkan 21:45 að staðartíma á föstudag.

Lögreglan taldi fjölda alvarlega slasaðra vera fimm, en yfirmaður öryggismála á svæðinu, Herbert Reul, gaf upp töluna sex á laugardagsmorgunn. Reul sagði blaðamönnum, að þetta væri markviss árás á mannslíf en neitaði að giska á ástæðuna að baki ódæðin. Reul sagði:

„Ég get ekki sagt neitt um ástæðuna að baki ódæðinu núna. Enginn okkar veit hvers vegna árásin átti sér stað. Ekki er ekki ljóst, hver árásarmaðurinn var en hann hvarf af vettvangi tiltölulega fljótt.“

Að sögn Evrópufréttaritara Sky News, Siobhan Robbins, stendur lögregluaðgerð á svæðinu enn yfir. Hátíðin átti að vera fram á sunnudag. Byggð voru nokkur leiksvið í borginni þar sem boðið var upp á lifandi tónlist, kabarett og loftfimleika. Hátíðin hefur núna verið stöðvuð og fólki hefur verið sagt að yfirgefa svæðið, sagði Robbins.

Staðarblaðið Solinger Tageblatt sagði að veislustemningin hefði breyst í áfall á nokkrum mínútum og hátíðargestir sáust gráta. Solingen er í Nordrhein-Westfalen, fjölmennasta ríki Þýskalands og á landamæri að Hollandi.

Hjartað brestur

Borgarstjóri Solingen, Tim Kurzbach, sagðist ætla að biðja fyrir fórnarlömbunum. Hann skrifar í Facebook-færslu:

“Við erum öll í áfalli í Solingen. Við vildum öll fagna afmæli borgarinnar okkar saman en þurfum núna að syrgja látna og annast um særða. Hjarta mitt brestur við þessa árás í borginni okkar.”

Þýsk stjórnvöld hafa hert reglur um hnífa sem leyfilegt er að bera á almannafæri með því að minnka lengdina leyfistímans.

Í júní lést 29 ára lögreglumaður eftir að hafa verið stunginn í borginni Mannheim í árás á mótmæli hægrimanna.

Sjá nánar á Skynews og SVT og Bild.

Fara efst á síðu