Þjóðhagfræðingur varar við áhættu fjárfestinga í „grænum iðnaði”

Sænski þjóðhagfræðingurinn Magnús Henrekson varar við því, að „grænn iðnaður“ kunni að kosta sænska skattgreiðendur gífurlegar fjárhæðir. Umfram allt er það fjárfesting í jarðefnalausu stáli sem þjóðhagfræðingurinn telur afar áhættusama og geti leitt til skuldsettra sveitarfélaga. Í Svíþjóð hefur einnig verið birt skýrsla sem sýnir að flest öll vindorkuver eru rekin með tapi.

„Rikskanalen” ræddi við Magnus Henrekson þjóðhagfræðing (sjá myndskeið að neðan) sem varar við því, að fjárfestingar í grænum iðnaði geti leitt til mikillar eymdar fyrir sveitarfélög og skattgreiðendur. Þjóðhagfræðingurinn bendir á, að fjárfestingar til að þróa jarðefnafrítt stál geti orðið dýr saga og telur að það sé barnalegt að trúa því, að Svíþjóð hafi það sem þarf til að ná árangri. Henrikson segir:

„Þetta verður mikil áhætta fyrir Svíþjóð. Þetta eru um nokkur hundruð milljarðar (sænskra króna).”

Ef fjárfestingar í grænum iðnaði misheppnast til dæmis í Norður Svíþjóð, þá gæti það leitt til fólksflutninga burtu af svæðinu:

„Það þarf að framleiða rafmagn og tengja mikið af raflínum þangað. Þá verður að stækka samfélögin; húsnæði, innviði, heilsugæslustöðvar, leikskóla, skóla og svo framvegis. Arðsemin veltur á árangri þessara fjárfestinga. Annars verðum við bara með stórskuldug sveitarfélög, sem þegar í dag búa við lélegar skattatekjur.”

Magnus Henrekson, þjóðhagfræðingur, segir einnig að grænu iðnaðarfjárfestingarnar í Svíþjóð muni þurfa að nota allt að helmingi allrar raforku sem framleidd er í Svíþjóð.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér:

Fara efst á síðu