Þjóðarleiðtogar andsnúnir innflytjendastefnu ESB komu saman á Ítalíu

Aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu á hættu á að verða dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að berjast gegn ólöglegum innflytjendum. Hann stendur þó ekki einn, heldur fær heilshugar stuðning frá fremstu ættjarðarvinum og gagnrýnendum innflytjendastefnu Evrópusambandsins um alla Evrópu.

Á sunnudaginn hélt ítalski flokkurinn Lega ársfund í borginni Pontida á Norður-Ítalíu. Í ár var fundurinn sérstakur vegna kæru á hendur leiðtoga flokksins, Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu. Tugþúsundir manna mættu á fundinn og margir þjóðar- og stjórnmálaleiðtogar ríkja ESB mættu til að sýna Salvini stuðning sinn.

Verndaði land sitt – á yfir höfði sér sex ára fangelsi

Salvini er ákærður fyrir að hafa stöðvað flóttamannaskip og neitað að taka á móti ólöglegum innflytjendum ár 2019. Salvini var innanríkisráðherra á þeim tíma og skipið var í eigu aðgerðasinna sem sóttu ólöglega innflytjendur út á Miðjarðarhaf og sigldu þeim í land á Ítalíu eða Grikklandi.

Aðgerðarsinnar vinna með mannsmyglurum, sem senda oft farandfólk á hriplekum fleyjum út á alþjóðlegt hafsvæði. Svo koma aðgerðarsinnar og „bjarga“ þeim og sigla þeim til Evrópu. Oft eru þessi skip fjármögnuð af Open Society Foundations í eigu hrægammaþrjótsins George Soros (á mynd) sem sonur hans Alexander Soros stjórnar í dag. Markmiðið að koma farand- og flóttamönnum frá löndum utan Evrópu til Evrópu.

Salvini neitaði að hleypa bátnum að bryggju og er sakaður um að hafa tekið fólkið „í gíslingu og brotið mannréttindi þeirra.” Verði hann dæmdur sekur á hann yfir höfði sér sex ára fangelsi.

Á skilið verðlaun fyrir að verja Ítalíu og Evrópu

Margir stjórnmála- og þjóðarleiðtogar mættu á staðinn eins og Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, Petr Macinka, leiðtogi tékkneska AUTO flokksins, Marlene Svazek, varaformaður austurríska Frelsisflokksins FPÖ, Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins PVV, stærsta flokks Hollands, sem gagnrýnir íslam og hömlulausan innflutning. Allir mættu til að sýna Salvini stuðning sinn, samkvæmt ítalska TGCOM24.

Viktor Orbán talar á fundinum (sjá mynd/skjáskot: Youtube)

„Við fögnum Salvini sem hetju því hann lokaði landamærunum og varði heimili Ítala. Reyndar varði hann líka Evrópu. Hann á skilið verðlaun í stað þess að vera meðhöndlaður eins og glæpamaður.”

„Þeir geta handtekið mig, en þeir geta ekki stöðvað heilagt bandalag okkar. Marine Le Pen er fyrir rétti, Trump bjargaði sér frá kúlu morðingja. Þeir geta handtekið einstakling en ekki heila þjóð. Og umfram allt þá geta þeir ekki stöðvað heilagt bandalag Evrópuþjóða sem fæddist í Pontida í dag. Við gefumst ekki upp. Ef ég lendi í fangelsi ber ég höfuðið hátt.”

„Tökum Brussel til baka!”

Fundurinn er merki þess að pendúlinn er að sveiflast til baka. Þann 9. júní sameinuðust margir ESB-gagnrýnir flokkar í þinghópinn Ættjarðarvinir í Evrópu sem er þriðji stærsti stjórnmálahópur ESB-þingsins. Orbán skrifaði á X:

„Ættjarðarvinirnir verða sífellt öflugri. Sameinaðir munum við taka Brussel til baka og gera Evrópu mikla aftur.”

Fara efst á síðu