Þrátt fyrir að nokkrar vikur séu eftir af árinu, þá er ljóst hvaða bíll verður mest seldi bíllinn í Svíþjóð árið 2024. Það er einnig ljóst að síðasta ár var slakt ár í sölu nýrra bíla í Svíþjóð.
Sænska verkalýðshreyfingin er í langvarandi verkfalli við Tesla í Svíþjóð til að þvinga fyrirtækið að ganga undir eftirlitsmódel félaganna með þátttöku í sænsku allsherjar kjarasamningnum. Tesla borgar ekkert minna en slíkir samningar og þrátt fyrir verkfallið og baráttuna gegn Elon Musk í Svíþjóð, þá gengur Y-tegund Teslu best í Svíþjóð af öllum einstökum bílategundum. Y-gerðin hefur selst í meira en 17.000 eintökum sem er næstum 3.000 fleiri bílar en Volvo XC60 sem er í öðru sæti. Þetta er annað árið í röð sem Tesla ýtir Volvo niður í annað sætið.
Hins vegar ef bílamerkin er tekin fyrir þá selur Volvo mest í Svíþjóð samtals með yfir 18 þúsund fleiri bíla en Tesla. Volvo Cars eykur heildarsöluna og er sigurvegari í heildina tekið, þar sem þeir hafa fjórar af fimm mest skráðum bílategundum í Svíþjóð.
Elon Musk má hins vegar vel við una með sinn árangur. Model Y hefur þegar farið fram úr sölutölum frá desember 2023. Þetta er annað árið í röð sem Volvo er í öðru sæti á eftir Tesla. Árið 2023 var XC40 Volvo í því sæti á meðan XC60 varð í þriðja sæti. Nýskráningum bíla hefur fækkað um 6,6% í ár, þannig að Svíar hafa ekki eins mikil fjárráð og á undanförnum árum.
Nýskráðir bílar í Svíþjóð 2024 fram til dagsins í dag
Tesla Model Y 17 095 |
Volvo XC60 14 366 |
Volvo XC40 7 883 |
Volvo EX30 6 794 |
Volvo V60 6 688 |
Toyota RAV4 4 944 |
Volkswagen ID.4 4 855 |
Kia Ceed 4 564 |
Polestar 2 3 892 |
Volkswagen Transporter 3 891 |
Kia Sportage 3 827 |