Svíþjóð er dótturfyrirtæki í fyrirtækjasamsteypu glóblizmans

Svíar hafa orðið fyrir hægfara valdaráni sem staðið hefur yfir í nokkra áratugi. Forsætisráðherra landsins er í dag eins og forstjóri dótturfyrirtækis alþjóðasamtaka ESB, WHO, SÞ og World Economic Forum. Þannig lýsir sænska þingkonan Elsa Widding ástandinu í Svíþjóð í dag. Hún gæti alveg eins verið að lýsa Íslandi.

Elsa Widding gagnrýnir valdarán í Svíþjóð á nýju myndskeiði sem fer um allt á samfélagsmiðlum í Svíþjóð (sjá að neðan). Hún segir:

„Við höfum stjórnmálamenn sem aldrei draga yfirþjóðlega stefnu í efa. Allt er gleypt möglunarlaust án þess að spurt sé um, hvaða hagsmunum verið er að þjóna.

Engu máli skiptir hverjar afleiðingarnar verða fyrir Svíþjóð og Svía. Elsa Widding heldur áfram:

„Ríkisstjórnin stjórnar landinu eins og að Svíþjóð væri dótturfyrirtæki stærri samsteypu, þar sem forsætisráðherra okkar hefur tekið við hlutverki forstjóra dótturfyrirtækisins, sem hefur það hlutverk að innleiða heildarákvarðanir stjórnenda samsteypunnar – ESB, WHO, SÞ og World Economic Forum. Afleiðingar fyrir íbúa landsins eru aukaatriði í þessu samhengi.“

Hvernig gat þetta gerst?

Að sögn Widding hefur orðið „hægfara valdarán þar sem stórfyrirtæki og bankar hafa að einhverju leyti tekið sífellt meiri stjórn á fjölmiðlum til að framkvæma þessa stefnu.“

Þeir hafa líka stundað „grjótharða slaufumenningu.“

„Um leið og einhver rís upp og þorir að láta í ljós skoðun sem gengur þvert á allar rangupplýsingar sem fjölmiðlar og fyrrnefnd samtök dreifa, þá er strax ráðist á þann einstakling og hann stimplaður sem ógn við frjálslynt lýðræði.“

Fara efst á síðu