Svíar vonlitlir um að stjórnmálamönnum takist að stöðva glæpaklíkurnar

Tollverðir útskýra vandamál með smygl á fíkniefnum og vopnum fyrir forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristersson og dómsmálaráðherra Svíþjóðar, Gunnar Strömmer. (Mynd © Ninni Andersson, Stjórnarráðinu).

Óhugnanlegir ofbeldisglæpir sem vissir innflytjendur hafa valdið í Svíþjóð hefur verið lýst sem ógn við sænska kerfið. Ættir og glæpahópar hafa tekið sér bólfestu hjá yfirvöldum og opinberum stofnunum í Svíþjóð. Sífellt dregur úr trú sænsku þjóðarinnar að stjórnmálamenn geti hamlað þróuninni.

Fyrsta skoðanakönnun Ipsos eftir sumarfrí var kynnt í vikunni og þar kom fram hversu mikil svartsýni ríkir meðal Svía þar sem fáir telja, að Svíþjóð sé á réttri leið. Í september verður SOM stofnun Gautaborgarháskóla með ráðstefnu til að ræða þverrandi traust Svía á stofnunum ríkisins. Í könnun SOM í fyrra töldu einungis 9% að Svíþjóð væri á réttri leið, 75% töldu landið á rangri vegferð sbr. grafið hér að neðan:

Í nýrri könnun fyrirtækisins Verian sést, að þriðjungur kjósenda treystir engum stjórnmálaflokki til að koma böndum á hina alvarlegu ofbeldisglæpi sem hrjá landið.

Í könnuninni var spurt „hvaða stjórnmálaflokki treystir þú best til þess að takast á við glæpaklíkurnar?“ Þriðjungur svaraði því til, að annaðhvort vissi hann það ekki eða sé óviss um hver sé best til þess fallinn að hindra glæpaklíkurnar.

Mest traust til Svíþjóðardemókrata

Traust á getu stjórnmálamanna til að ráða við glæpahópana minnkar stöðugt. Mest traust fá Svíþjóðardemókratar og Móderatar. Per Söderpalm, yfirmaður hjá Verian, segir við TV4:

„Hlutfall þeirra sem segist ekki bera traust til neinna stjórnmálaflokka hækkar greinilega miðað við fyrir tveimur árum síðan. Sænskir kjósendur treysta umfram allt Móderötum og Svíþjóðardemókrötum (í baráttunni gegn glæpaklíkunum), þar á eftir flokki jafnaðarmanna.”

Traust árið 2022 samanborið við 2024

Spurt var: „Hvaða stjórnmálaflokki treystir þú best til þess að takast á við glæpaklíkurnar?“ Svörin eru gefin upp í prósentum fyrir hvert ár.

Óvíst/veit ekki: 33/26

Svíþjóðardemókratar 26/24

Móderatar 17/18

Sósíaldemókratar 20/16

Vinstriflokkurinn 6/5

Kristilegir demókratar 5/1

Frjálslyndir 1/1

Miðflokkur 2/0

Græningjaflokkurinn 1/0

Sjá nánar hér og hér

Fara efst á síðu