Sænsk yfirvöld „Myndigheten för samhällsskydd och beredskap“ MSB, hafa sent bæklinginn „Ef kreppan eða stríðið kemur“ til allra heimila í Svíþjóð (sjá pdf að neðan). Þar má lesa að „við verðum að vera viðbúin hinu versta – vopnaðri árás.“
MSB tilkynnir á heimasíðu sinni að bæklingurinn „Ef kreppan eða stríðið kemur“ sé sendur til allra heimila í landinu í endurgerðri útgáfu en síðast var bæklingurinn sendur út árið 2018. Í bæklingum segir meðal annars:
„Við getum ekki tekið frelsi okkar sem sjálfsögðum hlut. Og við verðum að hafa vilja og hugrekki til að verja hið opna samfélag okkar, jafnvel þótt það þýði fórnir. Ef ráðist verður á Svíþjóð munum við aldrei gefast upp. Allar upplýsingar um lok andspyrnunnar eru rangar.“
Upplýsingar eru einnig um hvernig fólk á að verjast loftárásum. Þá er almenningur varaður við „falsupplýsingum.“ Segir í bæklingnum að:
„Tilraunir til áhrifa eiga sér stað daglega, aðallega á netinu og á samfélagsmiðlum.“
MSB heldur því einnig fram að „ofsaveður sé að verða algengara“ og að „villandi upplýsingar séu notaðar til að skaða og hafa áhrif á okkur.“
Från idag börjar MSB skicka ut den nya versionen av "Om krisen eller kriget kommer". Broschyren kommer att nå samtliga hushåll i Sverige. Det skickas ut 5,2 miljoner exemplar och utskicket pågår under två veckor: https://t.co/K8CqbOoa6G pic.twitter.com/8EqsNioUcE
— MSB – Myndigheten för samhällsskydd och beredskap (@MSBse) November 18, 2024