Stoltenberg leiðir hervæðingu Norðurlanda gegn Rússum

Jens Stoltenberg, fyrrverandi framkvæmdastjóri Nató var verðlaunaður með stöðu formanns Bilderbergs hópsins fyrir að hafa komið Svíþjóð og Finnlandi inn í Nató. Núna felur Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, honum verkefnið að leiða hervæðingu Norður- og Eystrasaltslandanna í samstarfi NB8.

Á blaðamannafundi í Stokkhólmi í vikunni kynnti Ulf Kristersson og Jens Stoltenberg hernaðarsamstarfið NB8 „Nordic-Baltic Eight.“ Það er svæðisbundið samstarf Norðurlandanna (Svíþjóð, Noregs, Finnlands, Íslands og Danmerkur) og Eystrasaltslandanna (Eistlands, Lettlands og Litháen). Árið 2024 gegndi Svíþjóð formennsku í NB8 og í ár er það Danmörk.

Verkefnið sem Stoltenberg fær er að gera skýrslu um samanlagðan hernaðarmátt NB8 í átökum gegn Rússum. Þýðir það einbeittan vilja NB8 að stigmagna ástandið á Eystrasalti en Nató er búið að umkringja Rússland á svæðinu. Eystrasaltið er eina sjóleiðin sem Rússar hafa frá Pétursborg og Kalíngrad. Stoltenberg mun kynna skýrsluna í júní 2025 á leiðtogafundi Nató í Haag í Hollandi.

Jens Stoltenberg t.v. og Ulf Kristersson á blaðamannafundinum, þar sem þeir kynntu áætlun um hervæðingu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja gegn Rússum.

Meðal annars á að fara yfir stuðninginn við Úkraínu og að bæta hæfni Natóherja á svæðinu bæði á sjó, landi og í lofti. Einnig verður farið yfir getu Norður- og Eystrasaltslandanna til að framleiða vopn og samstarf þeirra um loft- og eldflaugavarnir. Vinna á gegn híbríðárásum varðandi netöryggi og vernd neðansjávarinnviða en það síðast nefnda er uppi á teningnum vegna eyðileggingu neðansjávarstrengja í Eystrasalti á milli Finnlands og Eistlands. Stoltenberg sagði á blaðamannafundinum:

„Í fyrsta skipti í sögunni eru öll Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin hluti af sama hernaðarbandalagi. Það skapar ný tækifæri og þessi skýrsla er mikilvægt framtak til að dýpka varnar- og öryggissamstarf á svæðinu okkar. Ég er þakklátur fyrir að geta lagt mitt af mörkum til þess.“

Fara efst á síðu