Stokkhólmsborg hótar að loka fyrir vatn, hita og rafmagn til bandaríska sendiráðsins

Ef bandaríska sendiráðið heldur áfram kröfum sínum um að Stokkhólmsborg breyti um stefnu varðandi fjölmenningu, jafnrétti og inngildingu, þá hóta fulltrúar borgarinnar að skrúfa fyrir þjónustu eins og vatn, hita, skólp og sorphirðu. Bæði rauðgræni borgarstjórnarmeirihlutinn og móderatar í stjórnarandstöðu standa á bak við hótunina.

Donald Trump forseti hefur undirritað forsetatilskipun þar sem kveðið er á um að opinberar stofnanir verði að hætta því sem talið er vera vinstri sinnuð „vók“ stefna um fjölmenningu, jafnrétti og inngildingu. Birgjar ríkisstofnana verða einnig að fara eftir þessum reglum ef þeir vilja eiga viðskipti við hið opinbera í Bandaríkjunum heima og erlendis.

Í Svíþjóð hafa margir aðilar fengið bréf frá bandaríska sendiráðinu þar sem þeir eru beðnir um að undirrita skuldbindingu um að fylgja kröfum Bandaríkjanna. Stokkhólmsborg fékk einnig slíkt bréf, vegna þess að nokkur fyrirtæki sem útvega bandaríska sendiráðinu vörur eru í opinberri stjórnsýslu. Hér má sjá bréfið frá sendiráði Bandaríkjanna í Stokkhólmi:

Hægri stjórnarandstaðan róttækari en vinstri-grænir

Það sem er athyglisvert í viðbrögðum borgarstjórnar Stokkhólmsborgar sem stjórnað er af jafnaðarmönnum, kommúnistum og græningjum er að stjórnarandstaðan sem kallar sig hægri eins og Móderatar, Frjálslyndir, Miðflokkur, Kristdemókratar og Svíþjóðardemókratar er allt í einu orðin mun róttækari en vókstjórn jafnaðarmanna. Lengst ganga móderatar en fulltrúi þeirra, Kristoffer Fjellner, krefst þess að sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð verði kallaður inn á teppið til að fá áminningu um hverjir stjórna í Stokkhólmi (sjá X að neðan). Fjellner segir í viðtali við ríkisútvarpið:

„Sendiherrann er gestur í Stokkhólmi. Þá verður hann að aðlaga sig að kröfum Stokkhólmsborgar en ekki við að aðlaga okkur að bandarískum kröfum. Það eru þeir sem eru háðir sorphirðu okkar, hita, vatni og skólpi. Vilja þeir hætta að kaupa þá þjónustu, þá óska ég þeim bar góðs gengis.“

Trump er „furðufugl“ og „skíthæll“

Í athugasemd í SVT kallar Fjellnir Trump og Bandaríkjastjórn fyrir „svindlara“ og „skíthæla.“ Sósíaldemókratar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki ganga að kröfum sendiráðsins. Fulltrúi þeirra Jan Valeskog segir Trump „furðulegan.“ Valeskog tilkynnir í skriflegri athugasemd að hann geti íhugað að bjóða bandaríska sendiherranum á alvarlegan umræðufund. Jafnframt upplýsir hann um að slíkur fundur þurfi að vera samþykktur af stjórnvöldum, þar sem sveitarfélögum er óheimilt að stunda utanríkisstefnu.

Fara efst á síðu