Stöðva ber Háskólann í því að eyðileggja grundvöll kristinnar trúar á Íslandi

Guðfræðinemandinn Birgir Fannar Bjarnason skrifar á Facebooksíðu Kristins sannleika um hvernig háskólinn hefur fjarlægt kristilegt innihald og viðurkenndan fræðslugrunn kristinnar trúar. Guð er smám saman falinn og heimasmíðaður skáldskapur settur inn í staðinn. Birgir Fannar skrifar:

Guðfræðinám Háskóla Íslands vinnur gegn trú á Jesú Krist og það þarf að hætta!

„Ég er nemandi í Guðfræði nánar tiltekið prestsnámi og áfánginn sem ég er í heitir Inngangur að Gamla testamentinu, nú fyrsta sem þér kynni að detta í hug er að þú sért að fara að læra um hvað gerðist í gamla testamentinu og að námið snerist um að þú skyldir verða kunnugur því sem það fjallar um, gefur að skilja að meira að segja fyrir trúaða getur verið erfitt skilja hvað gengur á í því.

En það er ekkert um það, það er um ártöl, það er um hvernig bækur biblíunnar taka innblástur frá öðrum trúarbrögðum þess tíma, það er um hvernig það má draga í efa hvort að bækur biblíunnar séu sannar, bækur Móse eru dregnar í efa, konungsríki Davíðs og síðar Salómons var mögulega aldrei til.

Talandi um ártöl, flest erum við kunnug því að tala um fyrir og eftir Krist, sem í ensku er B.C (Before Christ) og A.D (Amno Domini eiginlega eftir Krist) en kennslefnið hér notar ekki þær lýsingar, það notar B.C.E og C.E. Það er „Before Common Era“ og „Common Era“. Það er að segja þegar kemur að ártölum þá er búið að fjarlægja Jesús Krist algerlega úr þeim, eins og hann hafi aldrei verið, eða að hans verk á Krossinum breytti engu fyrir heimin að það sé ekki til neinn atburður í sögu heimsins þar sem Sonur Guðs dó á krossinum fyrir mannkyn.

Í raun þyrfti ég ekki að fara lengra þar sem hér er ég búin að sýna fram á hvernig Jesús hefur verið fjarlægður, en það er líka hægt að benda á að bókin sem er gefin nemendum til að læra um gamla testamentið heitir Introduction to the Bible, og þá ætti að vera gefið að það sé inngangur til að læra um hvað er í Biblíunni, en það er ekki svo, það sem ég hef þurft að læra er hvernig það er ekki hæfilegt að taka biblíuna sem sögulega staðreynd heldur meira eins og skáldsögu.“

Birgir Fannar heldur áfram:

„Þannig að allt sem þú trúir á að hafi gerst í biblíunni, allt frá upphafi til enda, allt sem þú byggir trú þína á, grundvöllur þinn er hér með eyðilagður.

Og Jesú tók ekki létt á slíku:

Matteus 18:16 „En hver hann hneykslar einn af þessum vesalingum sem á mig trúa, þarfara væri honum að mylnusteinn hengdist við háls honum og væri í sjávardjúp sökktur.“

Enn fremur má bæta við:

Sálmar 11:3 „Því að grundvöllinn brutu þeir niður að grunni. Hverju skal sá réttláti til vegar koma?“

Og þetta er það sem þeir gera, þeir eyðileggja grundvöll trúar á Jesú Krist með því að eyðileggja grundvöllinn sem er orð Guðs, nema hvað þeir munu aldrei kalla biblíuna orð Guðs, það er enginn Guð Almáttugur sem þeir þurfa að svara til hvað þá varðar.

Almennt viðurkennt að Guð hafi skapað Adam og Evu

Nú og almennt er viðurkennt að Guð hafi skapað Adam og Evu, tvær manneskjur en þeir kenna:

„Ólíkt því sem almennt er talið virðist versið ekki segja frá sköpun eins manns með nafninu Adam, heldur tegundar jarðarbúa sem samanstendur af körlum og konum, saman og öllum í einu.“

Eden var sem sagt yfirfull af fólki, en það er ekki látið staðar numið þar. Þeir bæta svo við að Guð FAÐIRINN, sé kynlaus:

„Þar að auki er sagt að þessi jarðneski, sem inniheldur bæði karl og konu, sé skapaður í guðlegri mynd, sem bendir til þess að Ísraelsmenn til forna hafi ekki litið á guð sinn sem kynbundinn karl eða konu.“

Og svo er ráðist á sköpun heimsins með því að vilja endurþýða Genesis 1:1 sem við öll þekkjum sem „Í upphafi skapaði Guð himin og jörð“ – þeir vilja kenna er:

„Þegar Elohim byrjaði að skapa himin og jörð (jörðin var ómynduð og tóm og myrkur yfir djúpinu og vindur Elohim sveif yfir vötnunum) sagði Elohim: „Verði ljós!“ (þýðing Hayes).“

Það er að segja þeir vilja meina að rétt lesning sé „Þegar Guð byrjaði að skapa himin og jörð“ sem gefur í skyn að heimurinn og allt hvað í honum er, kom ekki frá Guði heldur að hann hafi skapað jörðina frá hlutum sem þá þegar voru til.

Guðfræðideild Háskóla Íslands vinnur gegn trú og elur trúleysi

Þannig að hér höfum, við sköpun heimsins, sköpun mannsins, hvað og hver Guð er, allt saman dregið í efa, og ég er bara búin að vera einn mánuð í þessu námi, það er að segja þetta er bara inngangurinn, hversu djúpt þetta gengur er ómögulegt að segja, en hér strax er ég komin með sönnun svart á hvítu að Guðfræðideild Háskóla Íslands vinnur gegn trú og elur trúleysi.

Og þá eftir að hafa lagt gruninn fyrir þessu, nú skulum við hafa í huga að, þetta er prestsnám, það er að segja, þeir prestar sem starfa nú, hafa fengið þennan grundvöll, þetta er grundvöllurinn sem fólk dregur svo með sér út í kirkjurnar, sem útskýrir loksins hvers vegna þjóðkirkja er vita gagnslaus og trúlaus, námið dregur engan til trúar og ef því tekst til, þá eyðileggur það trú fólks.

Með hvaða hætti má þá kalla þjóðkirkjuna Kristna? Fólkið sem útskrifast og starfar svo í henni fær trúlaust nám.

Og það sem angrar mig enn meir er að um daginn sat ég að las biblíuna og maður kemur og spyr mig hvort ég sé guðfræðingur, og mitt svar var, já ég er í námi, en ég er að lesa biblíuna til að halda jafnvægi vegna þess að það er ekkert nema trúleysi í náminu.

Enn þessi maður hafði samt þá mynd af guðfræði að það væri einkenni fyrir trúað fólk, en það er fölsk mynd eða löngu úrelt, allt hvað þeir kenna er til að drepa áhuga á orði Guðs.

Er þá ekki komið nóg af því að umbera þessa hræsni, mjög margir trúaðir hafa vitað eða haft grun um trúleysi í guðfræðinni, það hafa spurst sögur af fólki sem ætlaði að fara í nám af krafti og laga þjóðkirkjuna en enduðu svo bara trúlausir.

En þá viðvíkur að okkur sem trúa, hvað erum við að láta þetta viðgangast? Á bara að leyfa að fela trúleysi á bak við fræðimennsku? Á að leyfa mönnum með titla að gagnrýna orð Guðs og drepa trú í fólki? Hvað gefur þeim nokkurn rétt til þess? Ert þú sem trúir nú minni og ómerkari enn sá sem trúir ekki og gagnrýnir hvað þú trúir?

Eigum við að láta það viðgangast að trúlaust fólk starfi sem prestar?

Eigum við að láta það viðgangast að trúlaust fólk starfi sem prestar? Er ekki ástæða þess að fólk leitar í kirkju vegna þess að það leitar Guðs? Hvað erum við þá að umbera að hér sé hópur fólks sem fær að komast upp með að látast vera af Guði en eru svo ekkert nema hræsni og efasemdir um hvað biblían segir, en hafa samt það yfirskin að þeir séu sömu trúar.

Ég er nú að gera formlega kvörtun á þessu kennsluefni við Háskólann en það er ekki nóg, þeir geta afskrifað orð eins manns og engu breytt, því er ég hér að opinbera það sem ég hef séð í þeirri von að svipta hulunni af hversu grimmilega er ráðist á grundvöll Kristni að hálfu Háskólans, svo að trúaðir taki sig til og mótmæli, það er komið nóg af því að við séum að fela okkur og halda okkur við okkar trú án þess að heimurinn viti nokkuð af okkur, það vantar að Kristni verði að nýju rödd sem hefur vægi, ekki sem einhver lífsskoðun eða hugmyndafræði heldur, sem lifandi afl, eftir allt saman erum við ekki af Guði komin erum við ekki börn hans? Er ekki komin tími á að trú sjáist í verkum?

Hvað erum við þá að leyfa mönnum með titla að ráðast á orð hans, höfum við ekki öll lesið að viska þessa heims er heimska fyrir Guði? Hvað erum við þá að láta menn menntaða af speki þessa heims ráða hvaða gildi orð Guðs hefur?

Þannig að vonin hér er að vekja upp sem flesta Kristna, til að taka til verka og mótmæla þessu sem ein heild, ég er að tala um vitnisburði, ég er að tala um að afnema algerlega að kennsluefni Háskólans sem dregur undan trú á Jesú Krist og orði Guðs, að draga til ábyrgðar hvern og einn sem hefur eyðilagt trú nokkurs sem hefur gengið í guðfræðinám, því þetta er ekki bara minn ágreiningur, þetta er ekki bara mitt vandamál, þetta er vandamál sem hefur verið hingað til fengið að vera afskiptalaust til fjölda ára ef ekki áratuga.

Það sem ég er að kalla til er ekkert minna en stríð gegn þessari grimmilegu árás á trú fólks á orði Guðs og á Jesú Krist.

Það þýðir ekki lengur að fela sig í kirkjunum. Kristnir þurfa að verða að nýju rödd sem hefur vægi og upphaf þess er stöðva trúleysið sem guðfræðin veldur, sem síðar meir leiðist út í kirkjurnar.

Guðfræðingar eru af öllum mönnum, fjarlægastir Guði.

Og ég vil gjarna heyra hverjum sem er, með hugmyndir um hvernig má setja saman hreyfingu Kristinna sem er viljug til að stöðva Háskólann í því í að eyðileggja grundvöll Kristinnar trúar sem eru orð Guðs.

Náð Drottins Jesú Krists sé með hverjum sem les og hefur tekið þetta til sín.

Birgir Fannar Bjarnason

Fara efst á síðu