Stjórnmálamenn Vesturlanda hegða sér eins og smábörn

Vestrænir stjórnmálamenn hafa „hugarfar barns.“ Það fullyrðir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í viðtali við Sky News Arabia. Hann neitar því, að Vladimir Pútín styðji í alvöru forsetaframbjóðanda demókrata, Kamala Harris.

Í byrjun september sagðist Vladimír Pútín Rússlandsforseti styðja demókratann Kamala Harris sem næsta forseta Bandaríkjanna. „Hún hlær svo viðkunnanlega“ sagði Pútín og gerði grín að Harris. Það segir alla vega Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í viðtali við Sky News Arabia:

„Þetta var grín. Pútín forseti hefur góðan húmor. Hann grínast oft í yfirlýsingum sínum og viðtölum.“

Lavrov sér enga langtímabreytingu á viðhorfi Rússa til bandarísku kosninganna, því að hans sögn er USA enn stjórnað af hinu „alræmda djúpríki.“

Vesturlönd leika sér með eldinn

Spyrjandinn ræddi „fullkominn ósigur“ Rússa sem Vesturlönd þrá svo heitt. Vesturlönd eru eins og börn með eldspýtur. Lavrov fékk spurninguna hvort Rússland leitaði eftir stigmögnun Úkraínustríðsins. Hann svaraði:

„Við viljum enga stigmögnun. Það er rétt, menn leika sér með eldinn á Vesturlöndum. Þeir virðast í raun hafa hugarfar barns, þótt þeir séu fullorðnir í ábyrgðarstöðum: ráðherrar, forsætisráðherrar, kanslarar, forsetar.“

„Talandi um „fullkominn ósigur“ á vígvellinum……. Napóleon og síðar Adolf Hitler reyndu að þvinga okkur til hernaðarlegs ósigurs. Báðir fylktu liði í Evrópu undir merkjum sínum …og báðar herferðirnar enduðu með ósköpum. Allir sem eru vel lesnir og góðir í sögu eru fullkomlega meðvitaðir um þetta.“

Rússneska þjóðin er meira sameinuð en nokkru sinni fyrr

Lavrov segir Úkraínustríðið vera umboðsstríð Bandaríkjanna sem styðjast við hreinræktaða nasista í stjórn Úkraínu sem sé í engu frábrugðin stjórn Adolf Hitlers. Lavrov segir:

„Við slíkar aðstæður ætti enginn að gleyma karakter rússnesku þjóðarinnar. Við sjáum það núna í fremstu víglínu. Tilraunir til að rugga bátnum og reyna að sá ósætti í samfélagi okkar leiðir alltaf til hins gagnstæða. Við stöndum meira sameinuð en nokkru sinni fyrr og við sjáum enga aðra leið en að sigra nasista sem eru enn og aftur að ryðjast inn í sögu okkar, land og tungumál.“

Fara efst á síðu