Wall Street Journal greinir frá því, að bæði George Soros og sonur hans Alexander Soros, sem tekur við Soros-veldinu, styðja Kamala Harris sem forsetaframbjóðanda demókrata.
Sonur George Soros, Alexander Soros, segist nú styðja Kamala Harris sem forsetaframbjóðanda demókrata. Hann skrifar í færslu á X:
„Það er kominn tími til að við sameinumst öll um Kamala Harris og sigrum Donald Trump. Hún er besti og hæfasti frambjóðandinn sem við höfum. Lengi lifi bandaríski draumurinn!“
Samkvæmt Wall Street Journal styður George Soros einnig Kamala Harris.
Svona skrifar Elon Musk hispurslaust á X um að Soros styðji Harris:
„Ég vil bara þakka Alexander Soros fyrir að hafa ekki haldið öllum á börunum um hver næsta brúða verður.“
Allir eru hins vegar ekki allir sammála um að Harris muni á endanum veljast sem forsetaefni demókrata. Barack Obama styður hana ekki. Fyrrum forsetaframbjóðandi repúblikana, Vivek Ramaswamy, spáir því í Fox News að Harris verði ekki frambjóðandi demókrata, því þá muni þeir ekki vinna kosningarnar. Samkvæmt Ramaswamy gæti það verið Michelle Obama í staðinn.