Sífellt fleiri vilja losa sig við Facebook og Instagram

Fjöldi fólks sem sækist eftir því að eyða reikningum sínum á samfélagsmiðlum hefur aukist á heimsvísu. Tölur sýna að það er umfram allt Facebook og Instagram í eigu Meta sem fólk vill losa sig við.

TV4 greinir frá því, að samkvæmt tölum frá My telescope, þá verður það sífellt vinsælla að leita að því, hvernig eigi að eyða reikningum sínum á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlarnir sem flestir vilja losna við eru Facebook og Instagram í eigu Meta. Á síðasta ári bættust 18 milljónir á heimsvísu við aðra sem leituðu að því, hvernig hægt sé að eyða reikningum sínum.

Kristofer Falin, sérfræðingur hjá My telescope, segir eftirfarandi um tölurnar:

„Á heimsvísu er það lítil aukning en hún bendir á tilhneigingu meðal notenda á kerfum sem áhugavert getur verið að fylgjast með. Samtals eru þetta margar milljónir sem hafa verið að skoða þennan möguleika. Aukningin er 29% fyrir Instagram og 36% fyrir Facebook.”

Fleiri vilja „teikna, hnýta bindishnúta og afla sér tekna”

Samtímis sem fleiri eru að leita að því, hvernig eigi að eyða reikningum sínum á samfélagsmiðlum, þá leita fleiri að því hvernig eigi að teikna, hnýta bindishnúta og vinna sér inn peninga. Falin telur það vera jákvætt merki um að fólk vilji standa sig í lífinu.

Fara efst á síðu