Bandarísk síða á Internet sem sjálfstætt og sjálfkrafa raðar stjórnmálamönnum bandaríska þingsins eftir því hvernig þeir kjósa um ýmis mál á þinginu er í slæmum gír. Ástæðan er sú, að pólitískt yfirlit hefur verið fjarlægt um varaforsetann Kamala Harris, sem keppir um að verða forsetaefni demókrata í haust.
Govtrack.us sagði ár 2019, að Kamala Harris væri „lengst til vinstri allra öldungadeildarþingmanna“ í Bandaríkjunum. Govtrack var stofnað árið 2004 af nemanda við Princeton háskólann. Markmiðið var og er að safna gögnum um, hvernig þingmenn greiða atkvæði og gera aðgengileg á auðskiljanlegan hátt.
Lengst til vinstri
Meðal annars þá geta gestir síðunnar séð hvernig þingmenn raðast á stjórnmálaskalann frá vinstri til hægri og hverjir þeirra eru viljugri en aðrir til pólitískra málamiðlana og þess háttar.
Kamala Harris var þannig skráð 2019 sem „lengst til vinstri“ en í fyrri útgáfu var hún „mest frjálslynd“ allra öldungadeildarþingmanna. Hún er jafnframt nefnd sem demókratinn sem er síðust tilbúin að gera málamiðlanir við repúblikana.
Með öðrum orðum, Harris tilheyrir ysta vinstri vængnum í flokki demókrata, samkvæmt hinni óháðu greiningarsíðu. Í síðustu viku brá svo við, að fréttin um Kamala Harris frá 2019 hefur skyndilega horfið. Hvarfið fær mikla athygli á samfélagsmiðlum.
Elon Musk, eigandi X, sakar frjálslynd öfl um yfirhylmingu:
Skýrsla frá 2020 enn á síðunni
Getgátur eru uppi um að Govtrack, sem oft er vísað til meðal fréttamiðla, hafi fjarlægt síðuna til að hjálpa Kamala Harris í kosningabaráttunni. Ekki má hræða miðkjósendur með forsetaframbjóðanda sem virðist vera bæði öfgakennd og ósveigjanleg.
Aðrir benda á að yfirlit hafi verið fjarlægt yfir alla stjórnmálamenn 2019. Þess í stað er frétt um Kamala Harris frá 2020 enn eftir sem einnig sýnir hana „lengst til vinstri“ og minnst tilbúna af öllum öldungadeildarþingmönnum til að gera málamiðlanir.
Hver sem ástæðan er fyrir því að Govtrack hreinsar í frásögnum sínum, þá er umræðan áþreifanleg áminning um hversu langt til vinstri Harris er. Hún er talin umtalsvert róttækari en Barack Obama.