Seðlabanki Svíþjóðar varar við stafrænu samanbroti – tryggir greiðslukerfi með reiðufé

Reiðufé gæti orðið líflínan þín á krepputímum. Seðlabanki Svíþjóðar sendir frá sér viðvörun: Í skýrslunni Svíþjóð er viðkvæmt! hvetja þeir bæði stjórnvöld og einkageirann að tryggja greiðslugetu með reiðufé og kortum án nettengingar ef til stafræns hruns kemur. Raddir heyrast um setningu laga til að vernda meðhöndlun reiðufjár. Það er þungt högg gegn stafrænni dagskrá glóbaliztanna.

Reiðufé – öryggi á óvissutímum

Svíþjóð varð fljótlega eitt af stafrænustu löndum heims en verðið er ógnvekjandi. Skýrsla Seðlabanka ríkisins leiðir í ljós að greiðslukerfi Svíþjóðar er ótrúlega viðkvæmt. Við netárásir, rafmagnsleysi eða stríð geta rafrænar greiðslur raskast. Seðlabankastjórinn Erik Thedéen segir:

„Við sjáum alvarlega áhættu og þurfum að bregðast við þegar í stað!“

Til að vernda landsmenn þá vill Seðlabankinn sjá lög um notkun reiðufjár fyrir nauðsynlegar vörur. „Þing og ríkisstjórn verða að taka upp skyldu á notkun reiðufjár segir Thedéen. Hann varar einnig við því að sífellt fleiri missa stjórnina á greiðslum sínum, þegar kort og farsímar koma í stað áþreifanlegra peninga.

Taktu stjórn á greiðslum þínum

Seðlabankinn hvetur því alla Svía til að hafa reiðufé tiltækt og nota það reglulega. „Þetta er spurning um þjóðaröryggi.“ Sænski seðlabankastjórinn segir spurninguna að lokum vera, hvort ríkisstjórnin muni hlusta – eða halda áfram að taka þátt í leik glóbaliztanna.

Skýrslu Seðlabankans má lesa á sænsku hér að neðan:

Fara efst á síðu