Á miðvikudagskvöldið og aðfaranótt fimmtudags héldu glæpagengin áfram uppteknum hætti eins og venjulega: þrjár nýjar skotárásir voru gerðar á Stokkhólmssvæðinu auk fjórða skotárásarinnar í Laholm.
Klukkan 18 var lögreglan kölluð að neðanjarðarlestarstöðinni Bagarmossen, þar sem nokkur vitni sáu mann hefja skotárás. Enginn slasaðist sem betur fer.
Lögreglan sendi þyrlu og hund á vettvang og lestarumferð stöðvuð um tíma. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti lögreglan að hún hefði handtekið grunaðan ódæðismann. Málið er flokkað sem tilraun til manndráps og gróft brot á vopnalögum.
Järfälla
Skömmu eftir klukkan 19 var lögreglunni tilkynnt um grunsamlega skotárás gegnum glugga á íbúðarhúsi í Järfälla. Að sögn lögreglunnar var fólk heima í einbýlishúsinu á þessum tíma.
Málið er rannsakað sem morðtilraun og rétt fyrir miðnætti tilkynnti lögreglan að tveir unglingar hefðu verið handteknir.
Södertälje
Um 9-leytið um kvöldið hvinu kúlurnar í Södertälje. Einstaklingur fannst særður og var fluttur á sjúkrahús en engar upplýsingar gefnar um hversu alvarlega særður hann er. Lögreglan handtók einn mann sem grunaður er um morðtilræði.
Laholm
Á miðnætti var lögreglu tilkynnt um skotárás í Laholm og fannst karlmaður á fimmtugsaldri með skotsár á vettvangi. Maðurinn skotinn í fótinn og var fluttur á sjúkrahús alvarlega slasaður en ekki lífshættulega.
Lögreglan hefur engan grunaðan ódæðismann að svo stöddu.
Og þannig heldur hið daglega nýja líf Svíans áfram innan um hvínandi kúlur og handsprengjur.