Sænska kirkjan metur „loftslagið“ æðra Jesú

Sænsku kirkjunni er stjórnað af pólitískt kjörnu kirkjuráði. Loftslagslygin hefur saurgað hús guðs, til dæmis skrifuðu 14 biskupar grein í DN fyrir þremur árum síðan að „loftslagskreppan sé tilvistarkreppa mannkyns. Útkoman verður í meðhöndlun þessara biskupa, að guð er loftslagsaðgerðarsinni og Gréta Thunberg heilagur dýrlingur. Kirkjuráðið hefur ákveðið að sænska kirkjan verði losunarfrí árið 2027. Til að ná þessu markmiði verður byrjað á því að loka sjö kirkjum á Gotlandi sem eru upphitaðar með olíu.

Gotlenskar kirkjur sem eru hitaðar með olíu verða lokaðar frá október til maí. Romakloster sóknin hefur ákveðið þetta, þar sem enginn loftslagsvænn valkostur er til varðandi upphitun.

Prestastéttin hefur jafnframt áhyggjur af því að „núna“ skorti peninga svo hægt sé að skipta út ökutækjum og sláttuvélum og fá rafmagnsknúin tæki í staðinn.

Mathias Eldnor, umsjónarmaður kirkjugarðs- og fasteigna Romaklosters sóknar, segir í viðtali við sænska ríkisútvarpið:

„Fólk er vonsvikið og það er auðvitað leiðinlegt, en ég veit ekki alveg hvað við getum gert í staðinn.“

Loka á Ekeby kirkjunni á Gotlandi. (Mynd: Bengt A. Lundberg).
Fara efst á síðu