Sænska kirkjan í Gautaborg tekur frá land fyrir 30 þúsund hermenn sem „ jarða þarf í skyndi“

Sænska kirkjan í Gautaborg þarf tíu hektara af landi til að geta grafið 30.000 hermenn í skyndi ef til stríðs kemur, segir í frétt ríkisútvarpsins P4 Gautaborg.

Sænska kirkjan í Gautaborg undirbýr sig undir að geta jarðað 30 þúsund hermenn sem falla í komandi stríði við Rússa sem yfirvöld undirbúa á fullu í Svíþjóð. Sænski herinn og stjórnvöld halda linnulausum stríðsáróðri að Svíum um komandi heimsstyrjöld gegn Rússlandi.

P4 segir að um sé að ræða land fyrir 30.000 kistugrafir eða fimm prósent íbúanna sem jarða þyrfti á „skömmum tíma.“

Að sögn útvarpsins fer sænska kirkjan eftir ráðleggingum sænska hersins og almannavarna og í Gautaborg er landþörfin tíu hektarar fyrir stríðslíkin. Katarina Evenseth frá útfararfélagi Gautaborgar segir við sænska ríkisútvarpið:

„Við þurfum að undirbúa okkur til að geta tekið við föllnum hermönnum.“

Nákvæmlega hvar nýi grafreiturinn verður er enn óljóst. Skipuleggja þarf útfararsvæðin þannig að hægt sé að flytja hina föllnu hermenn til heimabyggða eftir stríð.

Fara efst á síðu