Bandaríkin virðast reiðubúin að leyfa úkraínska hernum að beita langdrægum vopnum á skotmörk í Rússlandi, sem Pútín segir að leiði til beinnar styrjaldar milli Rússlands og Nató. Robert F. Kennedy Jr. er afar ósáttur við þessa þróun og gefur Biden – stjórninni rauða spjaldið. Í aðvörun sem beint er til Biden Bandaríkjaforseta og Blinken utanríkisráðherra segir Kennedy: HÆTTIÐ ÞESSU!
Kennedy er að vísa til umræðna og vilja Biden stjórnarinnar að heimila Úkraínu að nota langdrægar eldflaugar á skotmörk í Rússlandi. Kennedy vísar einnig til ummæla Pútíns, forseta Rússlands um þýðingu þess ef slík heimild yrði veitt. Pútín sagði:
„Notkun vestrænna langdrægra hátæknieldflauga er allt annað mál en notkun vopna fram að þessu…Í fyrsta lagi: Úkraínski herinn hefur ekki getu til að nota slík vopn. Það er einungis hægt að beita slíkum vopnum með aðstoð gervihnatta og Úkraína á enga slíka. Vopnunum verður stýrt með gervihnöttum ESB eða Bandaríkjanna og almennt frá gervihnöttum Nató. Í öðru lagi og það sem er mögulega mikilvægara er, að einungis starfsmenn Nató geta matað inn skotmörk og flugleiðir eldflauganna inn í árásarkerfið. Starfsmenn frá Úkraínu hafa ekki þessa þekkingu, þannig að þetta er ekki spurning um að leyfa stjórnvöldum í Rússlandi að skjóta þessum eldflaugum á Rússland.“
„Þetta snýst um að ákveða, hvort Nató ríkin taki beinan þátt í stríðsátökunum. Það þýðir að Nató-ríki, Bandaríkin og Evrópuríki eru komin í stríð við Rússland. Það mun alfarið breyta eðli stríðsins og við munum taka viðeigandi ákvarðanir vegna þeirra ógna sem það veldur okkur.“
„HÆTTIÐ ÞESSU!“
Ef Donald Trump verður forseti hefur hann heitið því, að hann muni gera það sem hann getur til að koma á friði milli Úkraínu og Rússlands. JD Vance, varaforsetaframbjóðandi, vill stöðva efnahags- og hernaðarstuðning Bandaríkjanna til Úkraínu sem myndi gjörbreyta ástandinu og auka líkur á friði.
Robert F. Kennedy yngri skrifar á X: