John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna mínútur áður en kúlurnar hæfðu hann. (Mynd: Wikipedia).
61 ár eru liðin frá morðinu á John F. Kennedy forseta og enn í dag draga margir í efa útgáfu hins opinbera af því sem gerðist. Robert F. Kennedy Jr. segist vita hverjir voru á bak við morðið á föðurbróður sínum og hann mun berjast fyrir því að morðið verði upplýst.
Þann 22. nóvember 1963 flugu skotin í Dallas, Texas, sem urðu þáverandi forseta Bandaríkjanna, John F. Kennedy, að bana. Í kjölfarið var Lee Harvey Oswald, grunaður tilræðismaður, handtekinn. Hann var myrtur af Jack „Ruby“ Rubenstein, sem lést síðar við dularfullar aðstæður í fangelsi. Faðir Roberts, Robert F. Kennedy, dómsmálaráðherra var myrtur fimm árum síðar á Ambassador hótelinu í Los Angeles.
Morðið á John F. Kennedy er hlaðið spurningarmerkjum. Kennedy fjölskyldan og John F. Kennedy áttu marga óvini sem högnuðust á því að hann hyrfi af braut. Þeirra á meðal voru kommúnistar, bankar og embættismenn eigin ríkisstjórnar.
Áætlun um að opinbera öll gögn
Stór hluti frumrannsóknargagna vegna morðanna hafa birst opinberlega en enn í dag er mörgum skjölum haldið leyndum. Nýkjörinn forseti Donald Trump hefur tilnefnt Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í komandi ríkisstjórn og hann hefur lofað að gera þau skjöl opinber sem enn eru leynileg.
Robert F. Kennedy yngri hefur einnig frekari áform um að sannleikurinn komi í ljós. Tengdadóttir hans, Amaryllis Fox Kennedy, gæti verið í baráttunni um toppstarf hjá CIA, sem myndi gefa henni tækifæri til að komast til botns í því sem raunverulega gerðist. Embættið sem Robert F. Kennedy yngri vill að hún fái er aðstoðarforstjóri CIA og þá starfar hún undir stjórn John Ratcliffe, sem Trump hefur tilnefnt sem yfirmann CIA.
Að sögn fréttamiðilsins Axios er ekki útilokað að tengdadóttir Robert F. Kennedys yngri fái embættið. Í þeirri stöðu fengi hún aðgang að öllum þeim upplýsingum sem CIA hefur um morðið. Ýmsir telja að Trump standi í þakkarskuld við Robert F. Kennedy fyrir að hafa stutt hann í forsetabaráttunni og myndi endurgjalda með vali á Fox Kennedy í stöðu aðstoðarforstjóra CIA.
Verður fróðlegt að fylgjast hvernig málinu vindur fram og margir bíða spenntir eftir því að hin 60 ára gamla morðgáta verði loksins leyst.