Ríkisstjórn Bidens hefur „týnt“ 500 000 innflytjendabörnum

Eric Adams, borgarstjóri New York hefur áhyggjur af hálfri milljón horfinna innflytjendabarna í ríkisstjórnartíð Bidens og Harris. (Mynd © MTANY CC 2.0).

Þegar demókratinn Eric Adams, borgarstjóri New York hitti Tom Homan, yfirmann landamæraeftirlitsins, þá sagðist hann hlakka til að vinna með komandi stjórn undir forystu Donald Trump. Samtímis gagnrýndi hann fráfarandi stjórn fyrir meðhöndlun á ólöglegum innflytjendum.

Fyrir seinni forsetatímabilið hefur Trump lofað því að landamærin verði eitt mikilvægasta málið sem hann muni forgangsraða. Hann hefur einnig lofað að senda úr landi margar milljónir ólöglegra innflytjenda sem streymdu til Bandaríkjanna undir forystu Joe Biden og Kamala Harris.

Að sögn borgarstjóra New York eru 500.000 innflytjendabörn í landinu sem enginn veit hvað orðið hefur af. Adams segir:

„Við vitum ekki hvort þau eru barnavinnuþrælar, kynferðisþrælar eða misnotuð, – þetta eru um hálf milljón barna.

„Það er hræsni hjá fólki sem segist vilja vernda alla. Ég vil styðja saklaus börn og þá sem eru fórnarlömb glæpa. Það er ekki mitt að reyna að sannfæra þá sem ekki skilja það.“

Velur frekar stefnu Trumps

Á þeim vikum sem liðnar eru frá sigri Trumps hefur Adams íhugað að þrengja að stefnu borgarinnar að vera svokallaður griðastaður „sanctuary city,“ sem gengur þvert eða að hluta á móti lögum og reglum alríkisstjórnarinnar varðandi ólöglega innflytjendur.

Þótt að Adams sé demókrati, þá vill hann frekar sjá harðlínustefnu Trumps gilda í New York og sagði að hann og Homan væru sammála um, að fjarlægja eigi fólk af götunum sem fremji ofbeldisglæpi í borginni. Adams bætti við:

„Við munum ekki vera griðastaður þeirra sem fremja ítrekaða ofbeldisglæpi gegn saklausum innflytjendum, hælisleitendum og New York-búum til langs tíma.“

Hér má heyra Eric Adams, borgarstjóra New York, lýsa horfnum 500 þúsund innflytjenda börnum í Bandaríkjunum:

Fara efst á síðu