Nýji umbótaflokkur Nigel Farages hefur gagnrýnt harðlega opin landamæri og hömlulausan innflutning fólks frá þriðja heiminum til Bretlands.
Villidýrslegt hnífamorð á börnum í Bretlandi setur fólk í uppnám. Morðinginn sem er aðeins 17 ára gamall unglingur kemur frá Rúanda. Mikil reiði ríkir meðal almennings vegna hinna hrottalegu barnamorða í Southport í Englandi. Tvær fullorðnar konur og einn maður gerðu hetjulega tilraun til að afvopna hnífabrjálæðinginn. Særðust þau öll, þar af konurnar alvarlega. Morðingjanum tókst að stinga tíu börn og eru þrjár stúlkur myrtar og fimm 6-11 ára gömul börn eru hættulega særð.
Þrjár telpur eru myrtar sex, sjö og níu ára gamlar og átta önnur börn eru særð og eru fimm þeirra á aldrinum sex til ellefu ára á milli heims og heljar á sjúkrahúsi. Tvær fullorðnar konur særðust einnig hættulega, þegar þær reyndu að koma börnunum til aðstoðar. Stúlkurnar voru í Taylor Swift danskennslu þegar árásin var gerð.
Mikil reiði meðal almennings
Daily Mail staðfestir að morðinginn sé 17 ára gamall unglingur með uppruna í Rúanda. Hann bjó í þorpinu Merseyside skammt frá morðstaðnum. Hann fæddist í Cardiff en foreldrar hans fluttu þangað frá Rúanda. Honum er lýst sem einhverfum unglingi sem ekki deildi geði sínu með öðrum.
Á samfélagsmiðlum tjá margir reiði sína yfir því, að fjölskyldan hafi fengið að flytja frá Rúanda. Blaðamaðurinn Peter Lloyd fullyrðir, að öll þessi börn væru enn á lífi ef foreldrarnir hefðu verið í Rúanda.
Gagnrýni á innflytjendamálin í Bretlandi fer vaxandi. Í síðustu kosningum hlaut nýi umbótaflokkurinn í Bretlandi 14% atkvæða. Kjósendur voru óánægðir með innflytjendastefnu íhaldsflokksins sem beið afhroð í síðustu þingkosningum.