Sala á rafknúnum vörubílum gengur illa hjá Volvo. Fyrirtækið setur því allan kraft í þróun brunavélar og sér mikla möguleika í vetnisknúnum brunavélum sem henta á lengri vegalengdum, þar sem rafgeymatækni nútímans kemur ekki að gagni. Lars Stenqvist, yfirmaður hjá Volvo segir Volvo „fjárfesta meira en nokkru sinni áður í brunavélinni.“
Á meðan stjórnmálamenn hamast við að niðurgreiða framleiðslu og sölu á rafvörubílum sem sífellt færri kaupa, það snúa athafnamenn og framleiðendur sér aftur að brunavélinni. Núna er mikill áhugi á vetni sem orkugjafa í stad dísilolíu.
Volvo og kanadíska fyrirtækið Westport vinna saman að þróun nýs eldsneytiskerfis sem kallast „High Pressure Direct Injection (HPDI).“ Tæknin byggir á því að sprauta litlu magni af dísilolíu undir háþrýstingi sem kveikt er í með þjöppun áður en vetni er bætt við. Tæknin skapar meiri vélarorku, minni eldsneytisnotkun og orkunýtingu álíka og dísil.
Lars Stenqvist segir að Volvo líti á vetnisknúnar brunavélar sem ákjósanlegan möguleika á „loftslagssnjöllum flutningum framtíðarinnar.“ Hann segir að tækniþróunin hafi skilað miklum árangri á skömmum tíma. Stenqvist segir:
„Þegar við byrjuðum að tala um að nota vetni í brunavélum fyrir fjórum árum, þá fannst mér það vera brandari vegna allra tæknilegra áskorana. Í getum við beittir sagt, að vetnisvélin fer á markaðinn. Svarti-Pétur er orðinn að venjulegu spili í leiknum.“
Volvo ætlar að hefja fyrstu prófanir viðskiptavina á vetnisknúnum brunahreyflum sínum árið 2026 og reiknar með að tæknin verði viðskiptalega hagkvæm fyrir lok áratugarins.