Pútín: Stríðsyfirlýsing Nató að Bretland og Bandaríkin gefa grænt á eldflaugaárásir á Rússland

Það sem margir hafa óttast en allt of margir reynt að þagga niður sem „óhugsandi” er að gerast í raunveruleikanum beint fyrir framan nefið á okkur. Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur ekki setið auðum höndum í ferðalögum milli Nató-ríkja og Zelensky til að undirbúa eldflaugaárásir á Rússland.

The Guardian upplýsir með heimildum innan úr stjórnarheimilinu, að Bretar séu búnir að gefa leyfi fyrir notkun langdrægra skuggastorms eldflaugum þeirra til árása á Rússland. Beðið er eftir opinberri yfirlýsingu frá Bandaríkjunum en Blinken hefur gefið sterklega í skyn að engin fyrirstaða sé til staðar lengur af hálfu Bandaríkjastjórnar til að leyfa notkun langdrægra eldflauga Bandaríkjanna til árása á Rússland. Mikið magn slíkra eru þegar komnar til Úkraínu og uppstilltar fyrir ferðir á skotmörk í Rússlandi.

Stríðsyfirlýsing Nató að heimila eldflaugaárásir á Rússland

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að ef slíkar ákvarðanir séu teknar, þá þýði þær grundvallarbreytingu á stríðinu, þá verði Nató-ríki í Evrópu, Bandaríkin og Evrópusambandið beinir aðilar að stríðinu. Það þýði stríðsyfirlýsingu Nató gegn Rússlandi sem Rússar munu að sjálfsögðu bregðast við.

Reuters greinir frá því, að Zelensky, forseti Úkraínu, hefur nauðað í bandamönnum í marga mánuði að leyfa Úkraínu að skjóta vestrænum eldflaugum, þar á meðal langdrægum bandarískum ATACMS og breskum stormskuggum, djúpt inn á rússneskt yfirráðasvæði til að takmarka getu Rússlands til að halda uppi árásum á Úkraínu.

Pútín sagði að slík ákvörðun myndi draga löndin sem sjá Úkraínu fyrir langdrægum eldflaugum beint inn í stríðið, þar sem gögn fyrir gervihnattamiðun á skotmörk og raunveruleg forritun á flugleiðum eldflauganna væru á höndum Nató, vegna þess að Úkraína réði ekki yfir þeirri tækni.

Aðild Nató að stríðinu breytir eðli stríðsins

“Þannig að þetta er ekki spurning um að leyfa úkraínsku stjórninni að ráðast á Rússa með þessum vopnum eða ekki. Þetta er spurning um að ákveða hvort Nató-ríki eigi beinan þátt í hernaðarátökum eða ekki.”

Valdimir Pútín, forseti Rússlands.

“Ef þessi ákvörðun verður tekin. þá þýðir það ekkert minna en beina þátttöku Nató-ríkja, Bandaríkjanna og Evrópuríkja í stríðinu í Úkraínu. Þetta verður bein þátttaka þeirra og það mun að sjálfsögðu breyta eðli átakanna.”

Rússar yrðu neyddir til að taka það sem Pútín kallar „viðeigandi ákvarðanir” gegn nýjum ógnum. Pútín útskýrði ekki hverjar þessar ráðstafanir gætu verið en Rússland hefur ekki útilokað notkun kjarnorkuvopna til að verja tilvist ríkisins.


Robert F. Kennedy yngri sagði í ræðu á kosningafundi Trump:

„Stefna Biden-stjórnarinnar að sækjast efir hámarks árekstrum í leit að auðmýkjandi ósigri og stjórnarfarsbreytingum Rússlands, er uppskriftin að kjarnorkubáli.“


Svíar undirbúa sig fyrir þriðju heimsstyrjöldina

Sænska ríkisútvarpið greinir frá fyrstu Nató æfingunni í Svíþjóð.

16 lönd taka þátt í æfingunni, þar sem áhersla er lögð á sjúkraðstoð og brottflutning særðra hermanna og óbreyttra frá Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum. Æfingin er undirbúningur fyrir þriðju heimsstyrjöldina að sögn Taha Alexandersson hjá Félagsmálastofnun sem er ásamt sænska hernum aðili að æfingunni. Taha segir að þann lærdóm megi draga af æfingunni, að Svíar þurfi að útvega fleiri bíla til sjúkraflutninga áður en þriðja heimsstyrjöldin hefst.

Fara efst á síðu