Alice Weidel, formaður Valkosts fyrir Þýskaland, AfD, var valin frambjóðandi flokksins til næsta kanslara Þýskalands í kosningunum þann 23. febrúar.
Það hriktir í því sem eftir er af stoðum Evrópusambandsins sem farið er að molna sundur. Brexit var bara byrjunin. Núna standa mörg aðildarríki frammi fyrir tilvistarlegum áskorunum vegna lamandi glóbalizma frá Brussel og velta fyrir sér, hvort úrsögn úr ESB sé ekki besti kosturinn.
Í febrúar verða þingkosningar í Þýskalandi. Valkostur fyrir Þýskaland hefur náð árangri í Þýskalandi og andstæðingar sjálfstæðra ríkja gera allt til að reyna að banna flokkinn. Að sögn þýska tímaritsins SPIEGEL setur Valkostur fyrir Þýskaland „Alternative for Deutschland, AfD,“ útgöngu úr ESB á oddinn í komandi kosningum þann 23. febrúar í Þýskalandi. Der Spiegel greinir frá atriðum úr stefnuskrá flokksins:
„Við teljum nauðsynlegt fyrir Þýskaland að yfirgefa Evrópusambandið og stofna nýtt samfélag í Evrópu.“
„Þýskaland verður að yfirgefa evrukerfið og innleiða stöðugan innlendan gjaldmiðil og ef nauðsyn krefur að viðhalda evrunni samhliða.“
Stefnuskrá AfD inniheldur meðal annars, að fóstureyðingar eigi aðeins að leyfa sem „algjörar undantekningar.“ Flokkurinn telur að fjöldi fóstureyðinga sem tilkynnt er um árlega í Þýskalandi sé allt of hár.
AfD mun einnig afturkalla lög um sjálfsákvörðunarrétt kynja sem samþykkt voru af bandalagi Olaf Scholz og gera fólki sem skilgreinir sig sem „trans“ heimilt að breyta kyni sínu og nafni á persónuskilríkjum sínum. Banna á kynþroskahemla meðal unglinga sem vilja skipta um kyn.
„AfD stefnir að efnahag sem byggir á markaðshagkerfi, þjóðlegri ábyrgð og vinsamlegri samvinnu milli evrópskra ríkja.“
Efnahagsstefnan þýðir að Þýskaland yfirgefi evrusvæðið og taki upp eigin gjaldmiðil. Einnig vill Valkostur fyrir Þýskaland, að Þýskaland segi sig úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmálefni og að viðskipti um kaup á ódýru gasi frá Rússlandi hefjist aftur. Varðandi Úkraínu segir flokkurinn: