Óttist ei – skynsemisbyltingin er hafin

Trump forseti hélt ræðu í Arizona á sunnudag og hét því að koma á „skynsemisbyltingu“ og bætti við að „Vókið verður að hætta. Vók er della.“ Trump útskýrði að skynsemisbyltingin muni færa Bandaríkjunum „besta fyrsta daginn, stærstu fyrstu vikuna og ótrúlegustu fyrstu 100 daga sem nokkur forseti hefur nokkurn tíma haft í sögu Bandaríkjanna.“

Trump ræddi í meira en klukkutíma um áætlun sína Save America á öðru kjörtímabili sínu. Þúsundir stuðningsmanna stóðu í biðröðum fyrir utan Phoenix ráðstefnumiðstöðina snemma morguns, sumir höfðu beðið alla nóttina eftir að sjá Trump forseta tala klukkan 10:30.

Trump steig á svið við þrumandi lófaklapp og hóf ræðuna á umfjöllun um sögulegan kosningasigur sinn. (Allan fundinn má sjá á X hér að neðan). Í ræðu sinni sagði Trump við mannfjöldann: „Gullöld Bandaríkjanna er á næsta leiti.“

Nokkrir helstu punktar úr ræðu forsetans

  • Við ætlum að koma aftur á gegnsæi og ábyrgð hjá ríkisstjórn okkar og þið munuð fljótlega sjá það þegar við hreinsum díkið. Við ætlum að hreinsa díkið á þann hátt sem aldrei hefur sést áður.
  • Við munum binda enda á herferð vinstri manna um kynþáttamismunun og endurheimta jafnrétti til lands okkar og alls staðar í landinu.
  • Ég mun tafarlaust binda enda á alla marxíska fjölbreytni, jöfnuð og inngildingarstefnu í allri alríkisstjórninni og samtímis munum við einnig banna þessar ólöglegu stefnur frá einkageiranum.
  • Sem yfirhershöfðingi mun ég endurheimta stolt og söguleg nöfn frábærra herstöðva okkar eins og Fort Bragg.
  • Við ætlum að lækka skatta ykkar, binda enda á verðbólgu, lækka verðlag, hækka laun ykkar og koma með þúsundir verksmiðja sem kalla eftir að koma aftur til Bandaríkjanna og beint hingað til Arizona.
  • Við ætlum að byggja bandarískt, við ætlum að kaupa bandarískt og við munum ráða bandarískt.
  • Ég mun binda enda á stríðið í Úkraínu. Ég mun stöðva glundroðann í Miðausturlöndum og ég lofa að ég mun koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina.
  • Við munum rústa ofbeldisglæpum. Við ætlum að stöðva ofbeldisglæpi. Við verðum að vera hörð. Búið ykkur vinsamlegast undir það. Það verður að sýna hörku. Við getum ekki látið þetta halda áfram. Borgirnar okkar eru að molna. Við verðum að veita lögreglunni okkar þann stuðning, vernd, úrræði og virðingu sem hún á svo sannarlega skilið.
  • Við munum endurreisa þá hluta hersins okkar sem farið hefur verið illa með, fyrir utan allt sem hefur verið gefið í burtu.
  • Við munum endurreisa borgir okkar sem einu sinni voru frábærar, þar á meðal höfuðborg okkar í Washington, DC, – gera þær öruggar, hreinar og fallegar aftur.
  • Við munum kenna börnum okkar að elska landið okkar, að heiðra sögu okkar og alltaf virða okkar frábæra bandaríska fána.
  • Við munum úthýsa gagnrýnni kynþáttakenningu og transgender geðveikinni út úr skólum okkar og gera það hratt.
  • Ég mun verja trúfrelsi. Ég mun endurheimta málfrelsi og ég mun verja réttinn til að eiga og bera vopn.
  • Eftir áralanga uppbyggingu erlendra þjóða og verja erlend landamæri og vernda framandi lönd, þá ætlum við loksins að byggja upp eigið land, verja landamæri okkar og vernda borgarana. Við ætlum að vernda borgarana okkar og við munum stöðva ólöglega innflytjendur í eitt skipti fyrir öll.
Fara efst á síðu