Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur lengi verið afdráttarlaus í garð milljarðamæringsins George Soros. Orbán skrifar í færslu á X, að Soros og demókratar séu hluti af stóru starfsneti sem beðið hafi sögulegan ósigur vegna afgerandi sigurs Donald Trump í forsetakosningunum.
Viktor Orbán hefur verið einn fárra evrópskra stjórnmálamanna sem hafa þorað að ganga gegn ofurveldi fjármálafurstans George Soros. Núna skrifar Orbán á X að Soros og Demókrataflokkurinn í Bandaríkjunum séu nánast eitt og hið sama og myndi sameiginlegt stórt tengslanet. Orbán segir (sjá myndskeið að neðan):
„Soros og demókratar eru í grundvallaratriðum hluti af stóru samstarfsneti. Þeir hafa hagsmuna að gæta í efnahagsmálum sem stjórnmálin víkja fyrir. Þeir líta á það sem skyldu sína, rétt og markmið að endurbæta mannkynið, sem þýðir að þeir þvinga lönd til að samþykkja það sem þeir telja vera rétt.“
Röðin komin að Evrópu
Orbán segir áætlun Soros og demókrata vera opin landamæri og kynjabrjálæði:
„Það þýðir fólksflutninga, fólksflutningaóreiðu og kynjabrjálæði. Hefðbundnar fjölskyldur gerðu réttast að hörfa undan þegar bandarískir demókratar koma, því þá taka við skrúðgöngur stoltsins, regnbogafánar, transhreyfingar, kynbreytandi aðgerðir og heimur sem samanstendur ekki lengur af körlum og konum.“
En Orbán segir hins vegar von vera um framtíðina. Margt muni breytast þar sem Donald Trump sigraði í forsetakosningunum. Orbán skrifar að sigur Trumps sé „mikill ósigur fyrir allt samstarfsnet Soros.“ Núna er röðin komin að Evrópumönnum að fást við Soros:
„Núna er röðin komin að okkur: 2025 verður afgerandi ár til að stöðva áhrif samstarfsnets Soros í Brussel og Evrópu.“
The victory of @realDonaldTrump is a huge defeat for the whole Soros network. Now it’s our turn: 2025 is a pivotal year for removing the influence of the Soros network from Brussels and from Europe. pic.twitter.com/qm7RL8QJ5a
— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) January 18, 2025