580 milljónir manns eiga rétt að sækja um hæli í ESB

Hælisleitendageðveiki opinna landamæra George Soros er orðin að súrrelískri hryllingsmynd í Evrópu. Samkvæmt nýrri skýrslu frá hugveitunni „Observatoire de l’immigration et de la demographie, OID,“ gætu fleiri en hálfur milljarður manna í heiminum átt rétt á hæli í Frakklandi, ef þeir gætu bara sent inn umsókn. Vonandi bendir engin þeim á, að þeir hafi sömu réttindi á Íslandi.

Á árunum 2009-2023 fjölgaði hælisumsóknum til Frakklands um 245% og engin efri mörk eru til, þar sem hælisumsóknir eru „mannréttindi.“ Samkvæmt nýju skýrslunni gætu sjö prósent jarðarbúa átt rétt á hæli í Frakklandi, miðað við gildandi viðmiðanir.

Fjöldi hælisleitenda í Frakklandi var næstum 600.000 árið 2023, sem er meira en tíu prósent erlendra íbúa landsins. Sama ár bárust yfir 124.000 nýjar umsóknir.

Franska hæliskerfið er reist á Genfarsáttmálanum frá 1951 og Evrópulögum og hvorug innihalda takmarkanir á fjölda hælisleitenda. Franska stofnunin til verndar flóttamönnum og ríkisfangslausum einstaklingum, OFPRA, ásamt þjóðlega flóttamannadómstólnum CNDA, starfa að mestu óháð hinu pólitíska valdi. Samanlagt staðfesta þessar tvær stofnanir 45% af umsóknum.

Sífellt fleiri hælisleitendur

Rannsóknin lýsir einnig hægfara rýmkun skilyrða til að geta sótt um hæli. Auk pólitískra ofsókna sem skilyrðin voru upphaflega sett fyrir, þá verndar kerfið núna marga „samfélagshópa“: konur sem eru í hættu vegna nauðungarhjónabands, LGBTQ fólk, fórnarlömb mansalsglæpa, þjóðernis minnihlutahópa og svo framvegis. Verndunin nær einnig til almenns ofbeldis í ýmsum löndum.

Samkvæmt greiningunni myndu um 580 milljónir manna út um allan heim eiga rétt á hæli í Frakklandi ef þeir myndu sækja um hæli. Bresk rannsókn komst að svipaðri niðurstöðu og þar var rætt um að 730 milljónir manna væru gjaldgengir sem hælisleitendur í Bretlandi.

Á evrópskum mælikvarða er staðan stöðugt áhyggjuefni, yfir ein milljón umsóknir, fyrstu umsóknir, voru skráðar í ESB árið 2023. Það er er sambærilegt við innflytjendakreppuna árin 2015-2016.

„Observatoire de l’immigration et de la demographie, OID,“ bendir á að einungis víðtækar umbætur á hæliskerfinu geta endurheimt pólitíska stjórn á fólksflutningunum. Eins og er þá eru það líkamlegir burðir umsækjenda til að komast til fransks yfirráðasvæðis sem ákveður fjölda hælisleitenda…

Fara efst á síðu