Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur birt myndskeið á X (sjá að neðan), þar sem hann fordæmir sænska stjórnmálamenn, segir þá einskis virði og að sænska þjóðin eigi betra skilið.
Bakgrunnurinn er grein í þýska dagblaðinu Die Welt, þar sem kemur fram að glæpasamtök í Svíþjóð ráði börn sem morðingja, því þau séu ekki dæmd innan réttarkerfisins.
Orbán bendir einnig á þær upplýsingar í frétt þýska blaðsins um að fleiri en 280 stúlkur undir lögaldri á aldrinum 15 til 17 ára hafi verið ákærðar fyrir þátttöku í alvarlegum ofbeldisglæpum á síðasta ári.
En það er ekki bara Die Welt sem hefur vakið athygli á þessu. Bandaríska stöðin CBS News hefur einnig greint frá þessu í gegnum AFP fréttastofuna með fyrirsögninni „Unga krakka þyrstir eftir blóði“:
„Á síðasta ári voru um 280 stúlkur á aldrinum 15 til 17 ára ákærðar fyrir morð, manndráp eða aðra ofbeldisglæpi en óljóst er hversu margar tengjast skipulagðri glæpastarfsemi.
CBS News“
Vikto Orbán forsætisráðherra Ungverjalands skrifar:
„Land sem eitt sinn var þekkt fyrir reglu og öryggi er núna að hrynja. Yfir 280 stúlkur undir lögaldri hafa verið handteknar fyrir morð, fjölskyldur lifa í ótta. Það sker í hjartastað. Sænska þjóðin á betra skilið.“
Orbán lýsir yfir undrun sinni á því, hvað sænska stjórnin ætli að reyna að kenna Ungverjalandi um réttarríkið, fyrst hún er ekki einu sinni fær um að viðhalda reglu og öryggi í eigin landi. Orbán segir:
„Svona hrynur landið niður. Sérhver lagagrein, öll regla, hrynur. Það eina sem verður eftir er villimennskan.“
Sænski forsætisráðherrann brjálaður: „Skammarlegar lygar!“
Viðbrögðin í Stokkhólmi voru skapofsi, spæling og móðgun. Ulf Kristersson, forsætisráðherra, svaraði í sérstakri færslu á X:
„Þetta eru skammarlausar lygar. Ekki óvænt frá þeim manni sem er að afnema réttarríkið í eigin landi. Orbán er örvæntingarfullur frammi fyrir komandi kosningum í Ungverjalandi.“
Höfum áhyggjur af ykkur – Guð blessi Svíþjóð!
Orbán svaraði síðar með annarri færslu og lagði áherslu á að gagnrýni hans beindist ekki að sænsku þjóðinni heldur að sænsku ríkisstjórninni:
„Að hverfa frá hefðbundnum gildum, vanvirða heilbrigða skynsemi og veikt stjórnarfar hefur leitt til þess að villimennskan festir rætur í heimkynnum einnar mestu þjóðar Evrópu. Glæpahópar nota ólögráða stúlkur sem morðtæki.“
Hann hélt áfram:
„Markmið réttarríkisins er að tryggja öryggi fólks okkar. Þar sem ólögráða stúlkur eru kerfisbundið notaðar til morða er réttarríkið dautt. Svíþjóð er vinur okkar og sænska þjóðin er mikil og göfug þjóð. Við höfum áhyggjur af ykkur! Guð blessi Svíþjóð!“