Ungverjaland er formennskuríki ESB fram að áramótum og Viktor Orbán, forsætisráðherra, leiðir það starf. Það fer óskaplega í taugarnar á Brusselhirðinni sem helst vill losa sig við sjálfstætt hugsandi stjórnmálamenn eins og Orbán. Hann ræddi á á ESB-þinginu um þær breytingar sem þarf að gera á Evrópusambandinu ef samstarfið á að geta lifað áfram.
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands er sannur íhaldssamur og gætu græningjar á Íslandi lært margt af honum ef einhver áhugi finnst. Í ræðu á ESB-þinginu í Strassborg varaði hann þingmenn ESB um að Evrópusambandið gæti liðast sundur ef ekki yrðu gerðar nauðsynlegar breytingar til að samstarfið gæti haldið áfram.
Ungversk stjórnvöld hafa ekki gefið neinar yfirlýsingar um að yfirgefa ESB. Þess í stað leggja Ungverjar áherslu á að ESB verði samband sem virðir sjálfstæði einstakra aðildarríkja, sjálfsmynd þeirra og þjóðlegar hefðir.
„Við erum ekki í ESB vegna þess sem það er, heldur vegna þess sem það getur orðið.“
Orbán varaði Evrópusambandið við því ástandi sem er að rífa sambandið í sundur. Hann fjallaði um stríðið í Úkraínu, átökin í Miðausturlöndum og Afríku, sem öll eru á barmi stigmögnunar sem hefði enn skelfilegri afleiðingar fyrir Evrópu. Hann fjallaði einnig um hversu hættulega margir ólöglegir innflytjendur eru á svæðinu og að efla verði landamæravarnir. Orbán sagði:
„Ungverska formennskan er fastráðin í að finna lausn á sameiginlegum evrópskum vandamálum sem grundvallast á heilbrigðri skynsemi. Við erum ekki í ESB vegna þess sem það er, heldur vegna þess sem það getur orðið. Svo lengi sem við trúum því að hægt sé að móta Evrópu á þann hátt sem hún getur verið, svo lengi sem sú von finnst, þá munum við berjast fyrir því. Gerum Evrópu frábæra aftur.“
„Evrópa er ekki í Brussel. Evrópa er ekki í Strassborg. Evrópa er staðsett í Róm, Berlín, Prag, Búdapest, Vín, París. Þetta er bandalag þjóðríkja.“
„Snýst ekki um að þegja“
Viktor Orbán svaraði ásökun um að hann væri „fjandsamlegur“ í garð ESB. Hann útskýrði, að stjórnmálamenn sem saka hann um fjandskap, geti ekki sætt sig við að það einstök aðildarríki hafi mismunandi skoðanir:
„Ég vil taka það skýrt fram enn á ný, að raunverulegur munur er annars vegar á milli stjórnmálamanna sem trúa því að evrópsk eining feli í sér að allir verði að þegja og samræmast einingunni, eins og einhver skilgreinir hana og hins vegar þeirra sem standa vörð um þjóðarhagsmuni sína og eru reiðubúnir að ná samningum. Evrópa er ekki í Brussel. Evrópa er ekki í Strassborg. Evrópa er staðsett í Róm, Berlín, Prag, Búdapest, Vín, París. Þetta er bandalag þjóðríkja.“
Hann gagnrýndi einnig fullyrðingar um að til væru „evrópskir borgarar“ og lagði áherslu á að meðborgarar í Evrópu eru meðborgarar einstakra þjóðríkja. Gagnrýni ESB á Ungverjaland er meðal annars fyrir að vernda eigin landamæri og neita að flytja inn fólk á sama hömlulausa hátt og ESB gerir með kröfu um „opin landamæri“ milli ríkja. 71% Ungverja styðja stefnu Ungverjalands í innflytjendamálum og ákvarðanir lýðræðislegra kjörinna embættismanna er að virða lýðræðislega afstöðu þjóðarinnar. Það þolir ekki alræðishirð ESB sem vill afnema þjóðareinkenni, troða blástjörnufánanum ofan í kok fólks og gera ESB að drottnara aðildarríkjanna í sama stíl og gömlu ráðstjórnarríki kommúnismans voru forðum.