Politico greinir frá því, að ESB elítan vilji „steypa“ ríkisstjórn Ungverjalands og skipta henni út fyrir aðra að sögn Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, fullyrti í viðtali við Kossouth Radio síðastliðinn föstudag, að hlutar forystu ESB vilji steypa ríkisstjórn hans af stóli. Viktor Orbán sagði samkvæmt frétt Channel 4 New (sjá myndskeið að neðan):
„Þeir hafa tilkynnt það opinberlega, að þeir ætli að steypa ungversku ríkisstjórninni. Þeir lýstu því yfir að þeir vildu fá aðra ríkisstjórn. Yfirmenn ESB vilja ríkisstjórn sem er hliðholl Brussel. Ungversk ríkisstjórn sem vinnur fyrir fullvalda þjóð hentar þeim ekki. Og þeir segja það opinskátt.“
Að sögn Viktors Orbáns hafði hann hafði grunað þetta. Það sem er nýtt að hans sögn, er að þeir segja þetta opinberlega núna: