Ron Johnson, öldungadeildarþingmaður repúblikana, segir að hinn svo kallaði Covid-faraldur hafi verið notaður til að „hræða og stjórna almenningi á heimsvísu.“
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Ron Johnson hefur skipað sérfræðinganefnd sem meðal annars fjallar um heimsfaraldurinn svo kallaða og hvaða reynslu megi draga af honum. Nefndi hélt opinn fund með ýmsum sérfræðingum og má hlýða á umræðurnar á myndskeiði hér að neðan. Robert F. Kennedy yngri mætti á staðinn. Hvenær stendur íslenski landlæknirinn og heilbrigðisráðuneytið fyrir sams konar umræðum?
Samkvæmt Johnson orsakaði Covid ótrúlegri skerðingu á mannfrelsi, trilljóna dollara efnahagslegrar eyðileggingu samtímis sem valdhafar „rökuðu saman milljörðum dollurum í hagnað og samþjöppun gífurlegs valds.“ Johnson sagði:
„Faraldurinn var notaður til að hræða og stjórna almenningi á heimsvísu. Það jákvæða er, að „faraldurinn“ hefur vakið marga í heiminum.“
Ron Johnson útskýrði þegar hann opnaði pallborðsumræðurnar:
„Sem betur fer þá opnaði heimsfaraldurinn augu gríðarlega margra um allan heim fyrir spillingu og gíslatöku risafyrirtækja á ríkisstofnunum, fjölmiðlum læknatímaritum og læknastofum.”
Allt hefur þetta ekki bara gerst í einu eða nokkrum löndum, heldur kerfisbundið um allan heim segir Johnson: