Ólöglegt hjá Verkamannaflokknum að senda starfsmenn til að aðstoða Kamala Harris í sveifluríkjum

Sofia Patel, framkvæmdastjóri breska Verkamannaflokksins sem nú er í ríkisstjórn eftir 14 ára stjórnarandstöðu, lýsti því yfir í færslu á LinkedIn að hún væri að skipuleggja ferð 100 manns til sveifluríkja í Bandaríkjunum til að vinna að forsetakjöri Kamala Harris. Þetta vekur ímigust margra sem telja réttilega að um um afskipti af kosningum sé að ræða.

Sofia Patel tilkynnti með stolti áætlun sína og auglýsti að enn væri pláss fyrir tíu manns í stuðningssendinguna til Kamala og Verkamannaflokkurinn stæði fyrir kostnaði.

Patel hefur síðan eytt þessari færslu en greinilega of seint, því færsla hennar flaug eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og eins og sést á athugasemdum hér að neðan, þá eru flestir sammála um að hér sé um ólöglega íhlutun í málefni annars ríkis að ræða:

Eigandi X, Elon Musk, tók fram að fyrirhuguð áætlun Patel væri einfaldlega ólögleg.

Bandaríkjamenn hafa kært málið til lögreglunnar:

Það gekk ekki svo vel síðast þegar Bretar komu til Virgina:


Fara efst á síðu