Öflugt eldgos á Sundhnúkagígum …

Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni norður af Grindavík kl. 21:26 í kvöld, fimmtudagskvöld 22. ágúst. Eldgosið var á 3.9 kílómetra sprungu, eftir að öflug jarðskjálftahrina hafði hafist kl. 20:48. Þessar myndir eru frá þyrlu Landhelgisgæslunnar í beinni útsendingu RÚV í kvöld. Veðurstofan skýrði frá því að í aðdraganda eldgoss hafi sést þrýstingsbreytingar í borholum.

Um var að ræða eldgos nánast á sama stað og síðasta eldgos, þó aðeins austan við Sýlingarfell við gömlu Sundhnúkagígasprungu. Skjálftahrinan var öflugri en í síðasta gosi. Skjálftahrinan varði þá í einn og hálfan tíma en aðeins í hálftíma nú. Myndir úr þyrlu gæslunnar hafa verið mjög dramatískar.

Um 1.300 manns, gestir og starfsfólk, voru í Bláa lóninu við Svartsengi í kvöld þegar rýming hófst á tíunda tímanum í kvöld, að því er fram kom í tilkynningu Bláa lónsins. Búið var að rýma öll athafnarsvæði félagsins. Eldgosið séð frá Hafnarfirði. Mynd/Lúkas Ísfeld.

Fara efst á síðu