Ný ríkisstjórn Þýskalands ætlar að refsa Ungverjalandi

Komandi ríkisstjórn Þýskalands, undir forystu Friedrich Merz og kristilegra demókrata CDU/CSU ásamt Jafnaðarmannaflokknum SPD, ætlar að þrýsta á ESB að taka harðari afstöðu gegn Ungverjalandi og Viktor Orbán forsætisráðherra.

Samkvæmt drögum að samstarfssamningi sem Politico hefur séð vill þýska ríkisstjórnin frysta peninga frá ESB og jafnvel afnema atkvæðisrétt Ungverjalands í ráðherraráðinu, með vísan til brota á reglum réttarríkisins. Tillagan vekur spurningar um hversu langt valdamiðstöðvar ESB eru reiðubúnar að ganga til að þvinga aðildarríki til hlýðni – og hvort Þýskaland standi sjálft undir þeim meginreglum sem skírskotað er til.

Í áætluninni er lögð áhersla á að „verndunartæki“ eins og að stöðva greiðslur og takmarka atkvæðisrétt verði notuð „á samræmdari hátt“ en áður. Ungverjaland undir stjórn Orbáns hefur verið gagnrýnt fyrir að ögra stefnu ESB í innflytjendamálum ásamt að beita neitunarvaldi Ungverja gegn refsiaðgerðum og stuðningi við Úkraínu. Það hefur komið við kaunin á glóbaliztaelítunni bæði í Brussel og Berlín.

Vilja afnema neitunarvald einstakra ríkja

Fyrri tilraunir til að virkja 7. grein – svokallaðan „kjarnorkuvopnavalkost“ til að refsa aðildarríkjum – hafa mistekist vegna kröfu um að enginn beiti neitunarvaldi. Samfylking Merz vill því knýja fram breytingu á atkvæðagreiðslum yfir í að aukinn meirihluti atkvæða verði notaður í staðinn í utanríkismálum. Sú breyting myndi gera flest ríki ESB áhrifalaus um utanríkisstefnuna, þar sem meirihluti fengist með samstöðu stóru þjóðanna.

Gagnrýnendur velta því fyrir sér hvað þetta þýði fyrir fullveldi þjóðríkja. Ef Þýskaland, sem er efnahagslegur mótor ESB, fer að ákveða skilmála smærri ríkja, verður ESB vettvangur þar sem stórveldin keyra yfir þau minni. Ungverjaland á að fá 44,4 milljarða evra á árunum 2021–2027 en búið er að frysta 21,4 milljarða.

Þessu má líkja við fjárkúgun á þeim ríkisstjórnum sem neita að hlýða skipunum frá Brussel í blindni. Ungverja flytja ekki inn fólk frá löndum utan Evrópu til að skipta um íbúa landsins eins og önnur ríki ESB. Ungverjar hvetja fjölskyldur landsins til að eignast fleiri börn og lækka skatta á barnafjölskyldum.

Veimar þríeykið

Nýja árásin á Ungverjaland kemur samtímis og Merz bendir á Pólland sem hluta af „Weimar þríeykinu“ ásamt Frakklandi. Samkvæmt Merz mun „Weimar þríeykið“ verða afgerandi við mótun komandi stefnu ESB. Í samningsdrögum ríkisstjórnarinnar segir að Merz muni fara bæði til Parísar og Varsjár á fyrsta degi í nýju starfi sínu sem kanslari:

„Við í Weimar-þríeykinu munum leita eftir náinni samræmingu um öll viðeigandi evrópsk stefnumál í því skyni að starfa meira sameinuð í þjónustu ESB í heild.“

Fara efst á síðu