Árásir glóbalista á tjáningarfrelsið virðist bara rétt hafnar. Ógnarstjórn Lulu í Brasilíu réðst fólskulega á samfélagsmiðilinn X og bannaði í landinu. Ástæðan var neitun Elon Musk að verða við skipun alræmds hæstaréttardómara um að ritskoða og/eða banna stjórnarandstæðingum að nota X. Næst kom röðin að samfélagsmiðlinum Rumble sem búið er að banna núna í Brasilíu. Markar árásin áframhald og ásetning glóbalismans að koma á einræði í heiminum og afnema málfrelsi og lýðræðisleg mannréttindi.
Forstjóri Rumble, Chris Pavlovski, sendi frá sér sterk skilaboð til notenda miðilsins, þar sem hann varaði við vaxandi meintri ritskoðun óháðra miðla í mörgum löndum víða um heim. Með lokuninni kemst Brasilíu í lið ritskoðunarríkja eins og Frakklands, Kína og Rússlands, þar sem þegar var búið að loka aðgangi almennings að Rumble. Aðförin að Rumble kemur í kjölfar árásarinnar á Elon Musk og lokun samfélagsmiðilsins X.
Pavlovski segir umsátur gert um óháða samfélagsmiðla til að reyna að afnema málfrelsi og þagga niður í sjálfstæðum röddum. Um 500 þúsund íbúar fóru út á götur stórborga í Brasilíu fyrir helgi til að mótmæla ritskoðun stjórnvalda. Pavlovski skrifar:
„Heimsveldin vilja ekki Rumble, þau vilja ekki X, þau vilja ekki Telegram og þau vilja ekki Truth Social. Þeir vilja stjórna upplýsingum en fyrirtækin okkar munu ekki leyfa þeim það.“
Bréf forstjóra Rumbles:
Hvetur til áskriftar að Rumble
„Fólkið heldur okkur gangandi“ skrifar Pavlovski og hvetur fólk til að koma í áskrift að Rumble Premium og tryggja að baráttan fyrir tjáningarfrelsinu haldi áfram. Rumble býður tíu dollara afslátt á nýjum áskriftum undir heitinu „Brasilía.“ Rússland lokaði fyrir Rumble eftir að Rumble neitaði að verða við ritskoðunarkröfum stjórnvalda. YouTube starfar í Rússlandi og hefur greinilega orðið við ritskoðunarkröfum yfirvalda.
Hér að neðan eru nokkrar myndir og myndbönd frá mótmælum helgarinnar í Brasilíu: